Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 65

Réttur - 01.01.1966, Side 65
R K T T U R 65 ónáð.*) Leið verkalýðsins hefur legið um fjöll og firnindi vinnu- þrælkunar og verðbólgu. Alltaf hafa vegfarendur átt von árása úr launsátri ríkisvalds: gerðardóma og gengislækkana. Nokkur góð virki hafa verið hlaðin til varnar (atvinnuleysistryggingar o. fl.), en einnig þau eiga áhlaupa von frá andstæðingnum. En með skæru- iiernaði kaupgjaldsbaráttunnar einum saman kemst alþýðan aldrei á leiðarenda í þessum áfanga. Afangastaðurinn er: úrslitaáhrif al- þýðunnar á ríkisvaldið, — að því sé beitt í hennar þágu, ekki auð- valdsins. Það er skilyrði sigursins. Enginn má þó halda að lífskjarabaráttan ein sé allt, svo geysi mikilvæg sem hún er, sérstaklega á fyrsta stiginu. Menningarbarátta alþýðunnar, andleg og pólitísk frelsisbarátta hennar, þarf að fylgj- ast þar að. An sigurs í henni yrði Gozenland velferðarþjóðfélagsins andleg eyðimörk — og hinn róttæki verkamaður, sem sigurinn vann í baráttunni fyrir daglegu brauði, gæti breytzt í hinn feita þjón. Síðan 1942 hefur lengst af verið nokkurt jafnvægi um vald og styrk milli verklýðs- og starfsmannastéttarinnar annarsvegar og auð- mannastéttar Reykjavíkur hinsvegar. En í krafti ríkisvaldsins hefur auðmannastétlin nú í aldarfjórðung beitt verðbólgu og gengislækk- unum í sífellu til þess að svíkja þannig launþega um ávexti sigra sinna og samninga. Hefur sú saga oft áður verið rakin hér í „Rétti“. Slik svikamylla auðvaldsins verður aðeins stöðvuð ef aðstaða og vilj.i er til að beita ríkisvaldinu gegn auðmannastéttinni á vissu sviði: með áætlunarbúskap, sterkum áhrifum alþýðu á bankavaldið og nokkurri þjóðnýtingu. En þegar slíkt tækifæri gafst, — með vinstri stjórninni 1956—8, þverneitaði Framsókn öllum slíkum að- gerðum, — jafnt áætlunarráði sem t. d. olíueinkasölu ríkisins, — en lét þá „fjármálamenn“ og „efnahagssérfræðinga“ ráða ferðinni, sem síðan gengu beint í þjónustu „viðreisnar“-stjórnarinnar. — Framsókn hafði þá enn ekkert lært og engu gleymt og sprengdi þá stjórn á kauphækkunarkröfu, — eins og vinstri stjórnina 1938 og samningana um vinstr.i stjórn 1942. Máske hefur hún eitthvað lært nú, í 7 ára stjórnarandstöðu? En verkalýður íslands þarf að læra það til fullnustu af fimmtíu ára átökum við yfirstétt og afturhald, að eins og samstaðan í verk- *) Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, gaf ágætt yfirlit yfir hvað Dagsbrúnarmenn hefðu unnið af lífskjarabótum í viðtali við Þjóðviljann á sextugsafmæli félagsins 26. janúar 1966.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.