Réttur


Réttur - 01.01.1966, Qupperneq 65

Réttur - 01.01.1966, Qupperneq 65
R K T T U R 65 ónáð.*) Leið verkalýðsins hefur legið um fjöll og firnindi vinnu- þrælkunar og verðbólgu. Alltaf hafa vegfarendur átt von árása úr launsátri ríkisvalds: gerðardóma og gengislækkana. Nokkur góð virki hafa verið hlaðin til varnar (atvinnuleysistryggingar o. fl.), en einnig þau eiga áhlaupa von frá andstæðingnum. En með skæru- iiernaði kaupgjaldsbaráttunnar einum saman kemst alþýðan aldrei á leiðarenda í þessum áfanga. Afangastaðurinn er: úrslitaáhrif al- þýðunnar á ríkisvaldið, — að því sé beitt í hennar þágu, ekki auð- valdsins. Það er skilyrði sigursins. Enginn má þó halda að lífskjarabaráttan ein sé allt, svo geysi mikilvæg sem hún er, sérstaklega á fyrsta stiginu. Menningarbarátta alþýðunnar, andleg og pólitísk frelsisbarátta hennar, þarf að fylgj- ast þar að. An sigurs í henni yrði Gozenland velferðarþjóðfélagsins andleg eyðimörk — og hinn róttæki verkamaður, sem sigurinn vann í baráttunni fyrir daglegu brauði, gæti breytzt í hinn feita þjón. Síðan 1942 hefur lengst af verið nokkurt jafnvægi um vald og styrk milli verklýðs- og starfsmannastéttarinnar annarsvegar og auð- mannastéttar Reykjavíkur hinsvegar. En í krafti ríkisvaldsins hefur auðmannastétlin nú í aldarfjórðung beitt verðbólgu og gengislækk- unum í sífellu til þess að svíkja þannig launþega um ávexti sigra sinna og samninga. Hefur sú saga oft áður verið rakin hér í „Rétti“. Slik svikamylla auðvaldsins verður aðeins stöðvuð ef aðstaða og vilj.i er til að beita ríkisvaldinu gegn auðmannastéttinni á vissu sviði: með áætlunarbúskap, sterkum áhrifum alþýðu á bankavaldið og nokkurri þjóðnýtingu. En þegar slíkt tækifæri gafst, — með vinstri stjórninni 1956—8, þverneitaði Framsókn öllum slíkum að- gerðum, — jafnt áætlunarráði sem t. d. olíueinkasölu ríkisins, — en lét þá „fjármálamenn“ og „efnahagssérfræðinga“ ráða ferðinni, sem síðan gengu beint í þjónustu „viðreisnar“-stjórnarinnar. — Framsókn hafði þá enn ekkert lært og engu gleymt og sprengdi þá stjórn á kauphækkunarkröfu, — eins og vinstri stjórnina 1938 og samningana um vinstr.i stjórn 1942. Máske hefur hún eitthvað lært nú, í 7 ára stjórnarandstöðu? En verkalýður íslands þarf að læra það til fullnustu af fimmtíu ára átökum við yfirstétt og afturhald, að eins og samstaðan í verk- *) Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, gaf ágætt yfirlit yfir hvað Dagsbrúnarmenn hefðu unnið af lífskjarabótum í viðtali við Þjóðviljann á sextugsafmæli félagsins 26. janúar 1966.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.