Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 67

Réttur - 01.01.1966, Page 67
K E T T U R 67 unnt er að byggja hann upp á grundvelli slíks frjálsræðis mismun- andi sósíalistiskra skoðana og umburðarlyndis og virðingar flokks- manna hvers fyrir annars skoðunum, að hann þó sé starfhæfur for- ystuflokkur þeirra vinnandi stétta heila og handa, er sækja fram til efnáms auðvaldsþjóðfélags og sköpunar sósíalistisks samfélags á grundvelli jafnaðar, frelsis og bræðralags manna. Eftir 50 ára sára og dýrkeypta reynslu væri vissulega timi til kom- inn að íslenzk verklýðshreyfing sameinaðist um lausn á faglegum og pólitískum skipulagsmálum sínum. Hið upphaflega skipulag Alþýðusambands og Alþýðuflokks sem einna og sömu samtaka fól í sér möguleika til víðtækrar einingar verklýðsstéttarinnar, ef viturlega hefði verið á haldið, þrátt fyrir þann örlagaríka pólitíska veikleika að raunverulegur, sósíalistiskur flokkur var vart til innan þessarar heildar og þó átli grundvöllur og stefna heildarsamtakanna að vera sósíalisminn. Til að byrja með var nokkurt umburðarlyndi gagnvart mismunndi skoðunum og fleiri en eitt jafnaðarmannafélag gat verið í sambandinu, (og þar með flokknum) frá sama stað og Alþýðuflokkur.inn stóð utan pólitísku alþjóðasamhandanna. En með því að Alþýðusambandið gekk í II. Internationale 1926 og jafnaðarmannafélaginu „Spörtu“ var neitað um inntöku, var klofning hreyfingarinnar hafin og ágerðist með ári hverju. Þegar Kommúnistaflokkurinn var stofnaður 1930, sótti hann um að vera í Alþýðusambandinu. Hefði það verið samþykkt, var enn hægt að sameina sósíaldemokrata, kommúnista og aðra sósíalista í einu bandalagi. En þá var hins vegar gripið til þess ráðs að reyna að brjóta verklýðsfélögin undir pólitíska einokun Alþýðu- flokksins, með samþykktinni um að ekki mætti kjósa á Alþýðusam- bandsþing aðra en yfirlýsta Alþýðuflokksmenn. Var það ekki aðeins ranglátt, heldur og óraunhæft. í kjölfar þessa fylgdi svo klofningur þeirra verklýðsfélaga, þar sem meirihlutinn fylgdi kommúnistum. Við pólitísku sameiningarbaráttuna 1938 bættist svo klofningur Jafnaðarmannafélagsins í Reykjavík ofan á, — og þegar baráttan harðnaði enn: sundrung Alþýðusambandsins, unz einokuninni var aflétt og Alþýðusambandið endurreist og skipulagt sem óháð verk- lýðsfélagasamband 1940—42, og verklýðsfélögin klofnu sameinuð um land allt. Við skipulagsbreytinguna 1940—42 komst sjálft skipulag verk- lýðsfélaganna á réttan grundvöll. Það er nauðsyn að óháð verklýðs- félagasamband geti haldið sitt lýðræðislega þing og ráðið sínum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.