Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 80

Réttur - 01.01.1966, Side 80
80 RÉTTUR eina öryggið fyrir því að sósíalisminn fái að festa rætur sem ríkis- vald hjá nýjum þjóðum og dafna. Án ríkisvalds Sovétríkjanna og annarra sósíalistiskra þjóða í Evrópu og Asíu, hefði bylting alþýð- unnar á Kúbu, þjóðfrelsishreyfingin í Ghana, Mali og víðar verið kæfð í blóði, eins og auðvaldið áður myrti löglega lýðveldisstjórn á Spáni (1939), í Guatemala og Nicaragua fyrir rúmum áratug o. s. frv. Skjöldur sósíalismans er jafn hreinn, þótt einnig í hans nafni hafi verið framin mistök og illvirki, eins og í nafni kristn- innar, bændabyltinganna, borgaralegu lýðræðisbyltinganna eða þjóðfrelsisstríðanna áður. Hér á íslandi er það sósíalisminn, reisn hinnar þjáðu og kúguðu alþýðu úr eymd aldanna til meðvitundar og haráttu fyrir mann- réttindum sínum, lífi og frelsishugsjón, sem sett hefur mark sitt á sókn fram til mannsæmandi lífs og orðið undirstaða eins stórfeng- legasta bókmennta- og menningartímabils, sem þjóð vor hefur lifað. * Ég hef nú hugleitt hálfrar aldar reynslu íslenzkrar verklýðs- hreyfingar á nokkrum sviðum. Það eru aðeins persónulegar hug- leiðingar mínar sem þátttakanda í þessari hreyfingu í 45 ár, síður en svo þaulhugsaðar, þaðan af síður ræddar við aðra. Þorri þeirra sviða, sem verklýðshreyfingin starfar á, kemur hér hvergi við sögu. Um alla reynsluna í baráttunni um tryggingar, almenn efnahagsmál, fjárhagsmál, stóriðjumál, — um reynslu af samstarfi við hinar ýmsu stéttir, flokka, þátttöku í ríkisstjórnum, — um alþjóðamálin, um samvinnuhreyíinguna o. s. frv.*) — um allt þetta er svo að segja *) SviS samvinnuhreyfingarinnar er eitt af því, sem verklýðshreyfingin hefur vanrækt um of. ÞaS eru ekki aSeins kaupfélögin, sem áhrifa verklýSsflokk- anna hefur gætt of lítiS í, hpldur hefur sjálf hugsjón samvinnunnar , — þjóS- nýtingarinna.r „neSan ,frá“ — veriS hornreka í áróSri og haráttu verklýSshreyf- ingarinnar, þótt hún hafi rutt sér til rúms á einstaka sviSum (t. d. samvinnu- rekstri um hílastöSvar). ÞaS ér því nauSsynlegra aS hefja samvinnuhugsjónina — líka í einskonar sjálfstjórnarfyrirtækjum verkamanna, — til vegs og valda aftur sem hún hefur dofnaS í sjálfum kaupfélögunum og ótti llallgríms Krist- inssonar,' brautryðjandans mikla, rætzt aS „eldur hugsjónanna félli í fölskva hjá gröfum frumherjanna". Samvinnuhreyfingin á íslandi er ekki ein um þaS voldugra þjóSmálahreyfinga, aS forstjóra- og skriffinnsku-vald kæfi hugsjón- ina um tíma, en fólkið sjálft mun ætíS, fyrr eða síðar, endurvekja liana að nýju, þótt það sjálft hafi um skeið komizt á vald forstjóra sinna eða foringja.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.