Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 83

Réttur - 01.01.1966, Side 83
RÉTTUR 83 Samuel Newport á 13 blöð, 2 milljónir eintaka. UPI (United Press International) er fréttahringur, sem Scripp- Howard á að 75% og Hearst að 25%. Þessi hringur sér 6000 blöð- um, útvörpum og sjónvörpum víða um heim fyrir fréttum. Borgarastéttin í auðvaldslöndunum ræður yfirgnæfandi meiri- hluta blaða í krafti auglýsinganna. í Noregi t. d. á borgarastéttin 129 blöð, sem koma út í 1,3 milljónum eintaka, norski Verkamanna- flokkurinn á 42 blöð, sem koma út í 300,000 eintökum og er tap á flestum. Sem dæmi um mátt auglýsendanna, má taka Bandaríkin. Þar kemur meginhluti auglýsinga frá 1000 voldugum auglýsendum, sem auglýsa 2500 mismunandi vörur. Af 400 milljónum dollara, sem koma frá aðiljum viðskiptalífsins þar í landi í auglýsingum árið 1948 voru þær stærstu frá þessum (að tóbaksauglýsingum ótöldum): Sears Roebuck, Chicago General Motors.......... Proctor & Gamble ... Colgate—Palmolive . .. Lever Brothers........ Ford Motors........... General Foods......... 24 millj. dollara 15 — — 8 — — 8 — — 7 — — 5 — 4 — — Og afleiðingarnar af þessu vald.i auglýsenda má meðal annars sjá á því að þegar dr. Raymond Pearl við Hopkins-háskólann birti fyrstu rannsóknir sínar 1937 um skaðsemi tóbaksreykinga fyrir lík- amann, — en niðurstaða rannsóknanna var að þær styttu lífið, — þá var fréttin um rannsóknirnar aðeins birt í tveim bandarískum blöðum. Á því ári, 1937, voru útgjöld tóbaksfélaganna til auglýsinga þessi: Félag: Reynolds Ligget & Meyers Lorillard American Tobacco Merki: Camel Chesterfield Old Gold Lucky Strike Hér á íslandi er vald auglýsenda líka að gera prentfrelsi stjórnar- skrárinnar að engu — eða að dýrkeyptri fórn fyrir alþýðu manna. Það eru peningarnir, sem hafa þessi lýðréttind.i, ekki fólkið. Auglýsingar: 15 millj. dollara 14 — 9,2 — 7,4 —

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.