Réttur


Réttur - 01.01.1966, Síða 91

Réttur - 01.01.1966, Síða 91
RÉTTUR 91 an í eina stefnu, voru þá mjög auð- skilin og menn gátu aðhyllzt einn þátt en verið á móti öðrum. Þessir þrír þættir þjóðmálanna voru: 1. Sjálfstæðisbaráttan. Þar stóðu margir okkar helztu menntamanna, en höfuðaflið voru bændur. Og þótt þcir væru margir hinir róttækustu í frelsisbaráttunni, þá gátu þeir verið hinir íhaldssömustu á tveim næst- töldu þjóðmálasviðunum. 2. Framfarabaráttan á atvinnusvið- inu. Þar gátu margir þeir sameinast, sem ósammála voru í sjálfstæðisbar- áttunni. „Valtýskan" lagði síðar höf- uðáherzluna á þetta. 3. Félagsleg umbótastefna fyrir alþýðu. A því sviði gat það furðulega lient að „dansklundaðir“ embættis- menn sýndu meiri skilning á viðleitni til að efla rétt t. d. vinnuhjúa en snmir okkar róttækustu bænda í sjálf- stæðisbaráttunni. Gestur mun eins og tveir aðrir sós- íalistar á undan honum og eftir, Sig- urður Guðmundsson málari og Þor- steinn Erlingsson, hafa skilið sam- hengi þessara þátta — og einmitt að l)ví færir Sveinn Skorri gild rök, — en höfuðáherzluna lagði hann á hið síðasta, — og mest vanrækta. Smæl- ingjar íslenzka bændaþjóðfélagsins 1880—1890 þurftu sannarlega á lið- veizlu að halda. Og Gestur Pálsson veitti þeim hana af slíkri list og hjart- ans samúð að eigi mun gleymast. Gestur Pálsson var eigi aðeins slík- ur listamaður að það tryggir honum sígildan sess í sögu bókinennta vorra. Hann var og einn listrænasti og bein- skeyttasti gagnrýnandi, sem við höf- uin átt. Hið napra háð hans liefur áreiðanlega átt sinn þátt í að vekja l)á hreyfingu alþýðunnar, sem brýzt fram eftir hans daga. Það var vissulega erfitt fyrir menn að vera sósíalistar þá á fslandi, með- an enginn grundvöllur var til fyrir sósíalistiska hreyfingu. — Það var líka erfitt fyrir Jón Sigurðsson að hoða Islendingum sjálfstæði alla sína æfi, vitandi að þeir gátu ekki öðlast það á lians tíð. — En það er einmitt einn helzti prófsteinn á mannkosti slíkra manna að beir geti unað því að vera brautryðjendur stefnu, sem enn hefur ekki fest rætur í föðurlandi þeirra, en reyna þó að bæta sína sam- tíð eftir föngum, þótt þeir viti að beztu ráðin til þess eru enn ekki til- tæk. Stephan G. Stephansson túlkar liugsun slíkra sósíalista af niikilli inn- sýn, er liann yrkir þessa vísu 1892 og nefnir hana „Von“: „Mín hjargföst von um hetri niannkyns hag mér benti’ í þá átt, þar geislar munu rísa. — Eg veit, að ég hef vaknað fyrir dag og verð að kveðja áður en fer að lýsa.“ Það er vert að muna, þegar þessi hók Sveins Skorra er metin, að það liafa verið tilhneigingar til þess að breiða yfir sósíalisma Gests og liina sterku andúð hans á auðvaldi. Ég minnist þess, af því ég hafð'i nokkurt frumkvæði að útgáfunni á ritsafninu 1927 og átti þá tal hæði við Einar Kvaran, til að' hiðja liann um að skrifa formála, (eina skiptið, sem ég talaði við þann merka mann), og Sig- urð Pálsson, að ég hað þá endilega að hafa „Blautfiskverzlun og bróður- kærleikur“ með, liina hatrömu gagn- rýni á Geir Zoega og arðránið á sjó- mönnunum. En það var ekki gert. (Hinsvegar lét Pétur G. Guðmunds- son fjölrita þann bækling 1925). Og hefur ekki verið gert síðan. Heildarútgáfa af því, sem Gestur Pálsson ritaði, er enn ekki til. Sagnrit
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.