Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 93

Réttur - 01.01.1966, Side 93
RÉTTUR 93 Þá er minnst William Gallachers. A. Lerumo, stjórnmálamaður í Suð- ur-Afríku, ritar mjög fróðlega grein: „Baráttan gegn Apartheid", þar sem hann bæði rekur ýtarlega staðreynd- irnar í fasistaríki Suður-Afríku og skilgreinir fasismann þar þjóðfélags- lega. Þá kemur frásögn frá friðarþing- inu í Helsinki á síðasta ári. Þvf næst segir frá baráttu grísku þjóðarinnar fyrir lýðréttindum sínum. Að lokum er svo grein um hið sví- virðilega stríð Bandaríkjanna í Viet- nam. íforld Marxist Review 1965. 10. hejti. — Prag. Höfuðefni þessa heftis skiptist f tvennt: Annars vegar greinar um lönd sósfalismans og hins vegar um Bandaríkin. í fyrra greinaflokknum eru þessar greinar: Gyula Kállai, forsætisráðherra Ungverjalands og meðlimur í fram- kvæmdanefnd ungverska Verkamanna- flokksins, ritar grein um þróunina frá „borgaralegri þjóð til sósíalistiskr- ar þjóðar." Stejan Jedrychowski, meðlimur í framkvæmdanefnd sameinaða pólska Verkamannaflokksins og formaður á- ætlunarráðs pólsku ríkisstjórnarinnar, ritar grein um nýjungarnar í áætlun- argerð Póllands. Carlos Rajael Rodrigues, meðiimur í miðstjórn Sameiningarflokks hinn- ar sósialistisku byltingar Kúbu, ráð- herra í byltingarstjóm Kúbu, ritar greinina: „Byltingin í Kúbu og bændastéttin. Barb\i Zaharescu, meðlimur í roið- stjórn Kommúnistaflokks Rúmeníu, ritar um 9. flokksþing þess flokks, er haldið var sl. sumar. í síðara greinaflokkinn, um Banda- ríkin í dag, rita fjórir af forystu- mönnum Kommúnistaflokks Banda- ríkjanna: Gus Hall ritar um baráttuna gegn imperialismanum, hvernig fleiri og fleiri Bandaríkjamenn rísa upp gegn yfirgangsstefnu ríkisstjórnarinnar. Henry Winston, hinn kunni for- ystumaður í frelsisbaráttu negranna, — sá er missti sjónina í dýflissum Bandaríkjastjórnar, af því að hann fékk ekki læknishjálp, — ritar um kommúnista og fjöldahreyfingarnar. Claude Lightfoot ritar greinina: „Leiðir til frelsis negranna." Skil- greinir hann þar ýtarlega hina vold- ugu frelsishreyfingu negranna í Bandarikjunum nú. Hymen Lumer ritar greinina: „Fá- tækt í ,allsnægtaþjóðfélaginu.‘ “ Þá birtist síðari hlutinn af grein Victor Perto, „Bandaríkjastjórn og hringrásin í efnahagslífinu.“ Þá er að síðustu grein um stríðið í Vietnam, lýsing á því hvernig bar- átta þjóðarinnar færist í aukana, mestmegnis stuðzt við blöðin í Viet- nam. Þá er þar greinin „Hugprýði þeirra lýsir veginn til sigurs,“ um fórnir byltingarmanna í Irak undir böðuls- stjórninni þar. Birtist hún í 4. hefti síðasta árgangs Réttar. Þá eru að lokum stuttar greinar um ástandið í Grikklandi, mótspyrn- una gegn auðvaldi Bandaríkjanna í rómönsku Ameríku og um byrjandi hrun Malaysiu.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.