Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 95

Réttur - 01.01.1966, Side 95
RETTUR 95 istaflokksins, ritar um skipulag og starfsemi flokksins. Maurice Saliby, hagfræðingur, rit- ar um baráttu kommúnistanna í Sýr- landi fyrir þjóðfélagslegum framför- um. Þá koma greinar um starfsemi franska Kommúnistaflokksins meðal verkfræðinga, — um fyrsta verka- lýðsblað Nigeriu, sem heitir „Ad- vance“ (framsókn) og hóf göngu sína 16. ágúst 1965. Birtir blaðið mikið um hinn sósialistiska Verkamanna- og bændaflokk Nigeriu. Þá er grein um hetjubaráttu þjóð- frelsissinna í Vietnam. Síðan eru greinar um átök Indlands og Paki- stan og um atburðina í Indonesiu. Þá segir frá ógnarstjórninni í Iran og þeirri lífshættu, sem ýmsir beztu föðurlandsvinir þar nú eru í sakir ofsókna ríkisstjórnarinnar. Þá er sérstakt fylgirit með þessu hefti með tveim hagfræðigreinum: „Efnahagslíf auðvaldslandanna 1965.“ Er þar að finna mikið af merkileg- um töflum. Síðari greinin er um „lífs- kjör verkalýðsins f Vestur-Þýzka- iandi.“ Segir þar m. a„ að 1939 var hlutfallið milli verkamanna annars- vegar og starfsmanna og embættis- manna hinsvegar 72,6%, og 27,4%, — 1950 voru sömu tölur 71,6 og 28,4, en 1962 voru þær 62,5 og 37,5. Er þá reiknað með hvernig starfandi fólk • launþegar) skiptist milli þessara tveggja höfuðgreina. ÍP'orld Marxist Revietv. 1965 12. hejti. — Prag. 1 þessu síðasta hefti 8. árgangs timaritsins eru fyrst og fremst grein- ar’ til þess að minnast þess að 1965 voru liðin 30 ár síðan 7. heimsþing Alþjóðasambands kommúnista var haldið, en á því þingi var tekin upp stefna víðfeðmrar samfylkingar gegn fasismanum. Ritstjórn tímaritsins gekkst fyrir alþjóðasamkomu í Prag 21.—23. október 1965, helgaðri minn- ingu heimsþingsins. Mættu þar full- trúar kommúnistaflokka og annarra verkalýðsflokka víða að og fluttu ýmsir þeirra ræður, sem síðan verða gefnar út sem sérstök bók, en ýmsar þeirra er að finna í útdrætti í þessu hefti. Vladimir Koucky, ritari miðstjórnar Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu, setti samkomuna með ræðu. Eftirfarandi greinar, útdrættir úr ræðum, birtust í tímaritsheftinu um þetta efni: , B. Ponomaryov, ritari miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna: „Sögulegt gildi 7. heimsþings Al- þjóðasambands Kommúnista og okkar tímar.“ Khaled Bagdash, aðalritari Komm- únistaflokks Sýrlands: „Þjóðfrelsis- hreyfingin og kommúnistar. Jaques Duclos, einn helzti foringi franska Kommúnistaflokksins: „Fram til nýrra sigra lýðræðisins." Rodoljo Ghioldi, meðlimur fram- kvæmdanefndar Kommúnistaflokks Argentínu: „Leið samfylkingarbar- áttu.“ Dezsö Nemes, meðlimur fram- kvæmdanefndar ungverska sósíalist- iska Verkamannaflokksins: „Frá þjóð- fylkingu til alþýðulýðvelda." Gastone Gensini, forstjóri flokks- skóla ítalska Kommúnistaflokksins: „Nýskapandi afstaða." (Þessi grein er gagnrýnin mjög og flytur eftir-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.