Réttur


Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 2

Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 2
Þorvaldsson byrjaði á. Það þurfti blekkingar „siða- bótarinnar“, siðspillingu og mútur handa Daða frá Snóksdal og kumpánum hans og morð Jóns Arason- ar til að brjóta þjóðina á bak aftur, — og þá fyrst gátu hermenn Bjelke rekið síðasta naglann í líkkistu sjálfstæðisins í Kópavogi 1662. Atvinnurekenda- og kaupmannastétt sú, er upp reis hér á landi með auðvaldsskipulaginu um 1900, reyndi að afla sér sem sterkastra sambanda og bandamanna í baráttu sinni fyrir gróða af verzlun og útgerð og sá hluti þessarar stéttar, sem ekki var í tengslum við hið drotnandi danska auðvald, reyndi auðvitað sérstaklega að tryggja sér bandamenn í baráttunni gegn því. Danska auðmannastéttin hafði ekki aðeins völd hér með lagalegum áhrifum konungs og danska ríkisráðsins, heldur hafði hún og umráðin yfir höfuðstöðum atvinnulífsins. Islandsbanki, — sem þá var aðalbanki landsins, seðlabankinn, — var höf- uðvígi danska auðvaldsins og bandamanna þess með Eggert Claessen í broddi fylkingar. D. D. P. A. —• danska olíufjelagið var næsta aðalvígi danska auð- valdsins, sem með okursamningum sínum spennti hinn uppvaxandi vélbátaútveg heljargreipum. Heimstyrjöldin 1914—18 varð sérstaklega gott tækifæri fyrir ísl. borgarastéttina til að rjúfa við- skiftasamböndin við Danmörku í skjóli þess valds, sem Bretland tók sér hér á stríðsárunum. „Sáttmál- inn“ 1918 varð ekki eina afleiðingin af bandalagi því sem þá var skapað milli brezks fjármagns og íslenzkra atvinnurekenda. Undir forystu Magnúsar Sigurðssonar hnýtir nú Landsbankinn fjármálabönd ■við brezku bankana og með aðstoð helztu foringja allra stjórnmálaflokkanna, halda brezku olíufjelögin innreið sína í landið. Eftir að 12 ár eru liðin frá 1918 er íslandsbanki fallinn og D. D. P. A. að engu gert, — en skuldirnar erlendis, sem voru 1915 einungis 82

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.