Réttur


Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 3

Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 3
ca. 3 milljónir kr. og allar í Danmörku, orðnar 83 milljónir og mestmegnis í Englandi. Áhrif brezka auðvaldsins eru þar með orðin sterk- ustu erlendu áhritfin á Islandi og þegar kreppan skellur svo yfir og útflutningsvörurnar falla í verði, þá verða íslendingar að greiða fulla vexti og afborg- anir til Bretlands, þó sterlingspundið sé þá orðið 3 dilka virði, en var aðeins eins dilks virði er lánin voru tekin. 5% vextir af 80 miljón króna skuldum eru 200 kr. á hvert 5 manna heimili í landinu og álíka afborganir gera erlendu skuldabyrðina að 400 kr. blóðskatti árlega á hverju heimili landsins. Við þetta bætist svo sá gróði sem enska auðvaldið með verzlun sinni og leppuðum atvinnurekstri nær hér. Sem dæmi má minna á olíuhringana, B. P. og Shell, og „Fiskimjöls“- hlutafélögin á Islandi.. Skatt- ur sá, sem breskir auðmenn innheimta á íslandi með sölu á olíu, kolum, salti, vefnaðarvörum o. f 1., nem- ur milljónum. En eru þá þessi brezku áhrif aðeins bundin við fjármál og verzlunarmál. Teygja þau ekki anga sína inn í stjórnmálin líka? Stafar sjálfstæði lands- ins engin hætta af þeim? Jónas frá Hriflu neitar að svo sé, og kveður allar „dylgjur" mínar um slíkt „hreinan uppspuna“. Við skulum þá nefna hér 3 dæmi um áhrif brezlts auðvalds á gerðir íslenzkra yfirvalda: Þegar brezka fiskimjölshringnum þótti hráefnið (fiskbein og -hausar, sem fátækir fiskimenn íslands selja verksmiðjunum) hækka of mikið, sakir sam- keppni Norðmanna, setti Alþingi á útflutningstoll, er nam 30 krónum á tonn af beinum. Verðið til íslenzku fiskimannanna lækkaði að sama skapi, en brezku leppunum var tryggð ein- okunin, enda báru þeir frumvörpin fram á þinginu sjálfir. Samtök útvegsbænda síðastliðið haust knúðu þó fram lækkun beinatollsins á þinginu í vetur. 83

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.