Réttur


Réttur - 01.06.1936, Page 7

Réttur - 01.06.1936, Page 7
fram réttindi fyrir þá til að leggja upp á íslandi, fá fiskinn tollfrían inn á Spáni, og græða þannig of fjár á kostnað spánskra tolltekna og íslenzks sjálf- stæðis. Fyrirætlun þessi var sannarlega ómetanlegt sýnishorn af ættjarðarást hinna spönsku og íslenzku burgeisa, er að henni stóðu. Slíkur „Spánarsamningur", sem Thorsararnir hefðu haft hug á að framkvæma, ef þeir hefðu haft völd- in, sýnir hver hætta vofir yfir sjálfstæðinu frá „sjálf- stæðishetjunum“. Það, að tolltekjur fslands eru enn veðsettar Bret- um og greiðslufall hugsanlegt — sýnir, hve tæpt er þar teflt. Og þegar menn muna eftir alræði Mr. Cable’s á fslandi á stríðsárunum, án þess þau fjár- málabönd væru þá á komin milli íslands og ensks auðvalds, sem nú eru, þá hlýtur hverjum manni að verða ljóst, hve yfirgnæfandi hættan af brezku yf- irdrottnunarstefnunni (imperialismanum) er hér. En þó færist ein hættan í viðbót mjög í aukana. Það er hættan frá hinu nazistiska Þýzkalandi. Þegar yfirdrottnunarstefnan var í mestum blóma í Þýzkalandi, reyndi keisarastjórnin að ná fótfestu hér á landi. Á stríðsárunum höfðu Þjóðverjar Guð- brand Jónsson sem njósnara sinn hér og rætt var um að gera ísland að þýzku áhrifasvæði, ef Þjóðverjar bæru sigur úr býtum. Nú hefir nazistastjórnin endurvakið yfirdrottnun- ar- og hernaðaræði Þýzkalands. ísland fer ekki var- hluta af undirróðri Göbbels. Hvert heimboðið rekur annað, hver liðhlaupinn á fætur öðrum er keyptur í þjónustu nazismans, en sérstaklega eru þó verzlun- arsamböndin hagnýtt til hins ýtrasta af nazista- stjórninni til að koma ár sinni fyrir borð. Aðferð nazistanna er þar gerólík aðferð enska auðvaldsins. Hið síðarnefnda nær áhrifunum með því að lána, en nazistarnir með því að skulda. Þýzka Hitler-stjórn- in gerir „clearing“-samning við ísland, undantekur 87

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.