Réttur


Réttur - 01.06.1936, Page 25

Réttur - 01.06.1936, Page 25
Farben og franska félagið Kuhlmann. Ennfremur er rafvélaframleiðsla, gerfisilki- og bílaframleiðsla að mestu leyti í höndum útlendinga. Á utanríkisverzluninni sést líka, að iðnaðinn ber ekki hátt. Innflutningur fullgerðra vara og útflutn- ingur matvara er mestur. Utanríkisverzlun Spánar í millj. gullpeseta: Innflutt 1933 1934 1935 Hx-áefni 257 238 243 Fullgerðar vörur 306 324 350 Matvörur 114 117 98 Útflutt 1933 1934 1935 Hráefni 88 81 85 Fullgerðar vörur 89 91 82 Matvörur 350 308 • 284 Af þessu sést: Tveir þriðju hlutar útfl. eru mat- vörur og helmingur innfl. eru fullgerðar vörur. Þrátt fyrir það, að iðnaðurinn á svona litla þróun að baki sér, er þó í sumum greinum allt of mikið af framleiðslutækjum. Stafar þetta meðal annars frá stríðstímunum, þegar spánskir kapítalistar stór- græddu sem hlutlausir spákaupmenn. Hér eru nokk- ur dæmi: Of mikið er til af raforkuverum. Eftir hagskýrslum að dæma fer framleiðslugeta raforkuveranna 1000 millj. kw. fram úr neyzlunni. Af þeim ástæðum voru ekki hafnar neinar nýbygg- ingar á raforkuverum. Nýbyggingar á því sviði árið 1934 eru bara framhald fyrri verka.* Eftirfarandi tölur sýna framleiðslu nokkurra iðn- greina árið 1929 og meðalframleiðslu fimm ára tímabils á undan og eftir (í þús. tonna) :** *) Eftir skýrslu enska konsúlsins „Economic conditions of Spain“, 1935, s. 22. **) Árbækur Þjóðabandalagsins. 105

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.