Réttur


Réttur - 01.06.1936, Page 28

Réttur - 01.06.1936, Page 28
að gera greinarmun. í fremstu röð eru stærstu góss- eigendurnir, sem þrátt fyrir búnaðarlöggjöfina enn halda völdum ætta sinna frá lénstímunum og drottna yfir heilum héruðum. Ennfremur eru þeir, sem auðg- ast hafa á auðvaldsarðráni, spákaupmenn, iðjuhöldar og hergagnaframleiðendur, sem lagt hafa nokkurn hluta auðs síns í búgarða. Enda er á Spáni aðeins sá maður kallaður ,,herramaður“, sem á búgarð, veiði- flæmi o. s. frv. Á hinn bóginn eru það margir góss- eigendur, sem eiga töluvert í auðvaldsfyrirtækjum, bönkum og verksmiðjum. Flestir þeirra láta sér þó nægja að arðræna upp á gamla mátann, taka okur- leigu af jörðum og heimta kvaðirnar uppfylltar. Gósseigendur standa fyrir ýmsum búnaðarfélögum og hafa á þann hátt töluverð áhrif meðal bænda. Þeir eiga líka ráð yfir ýmsum pólitískum flokkum, sem mynda samsteypur, eins og „Ceda“, eða starfa út af fyrir sig eins og ,,Bændaflokkurinn“. Allur þessi félagsskapur gósseigenda er í nánum tengslum við katólsku kirkjuna. Án efa er kirkjan, sem heild, stærsti jarðeigandinn á Spáni. Ennfremur er kirkjan stærsti iðjuhöldurinn á Spáni. Hún á banka, iðjuver og byggingar, er lánastofnun o. s. frv. Gósseigendurnir og kirkjan eru þeir andbyltingarsinnaðir aðilar á Spáni, sem standa í fylkingarbrjósti afturhaldsins. Margra alda gam- all félagsskapur kirkjunnar er gríðarsterkt vald. „í þessu landi, sérstaklega á S-Spáni, ræður kirkj- an lögum og lofum í öllum uppeldismálum. Hún berst með oddi og egg gegn öllum framförum og gegn öll- um nýjungum, sem ekki eru komnar frá henni sjálfri“*. b). Borgarastéttin er talsvert veikari, en í öðrum löndum Y-Evrópu, vegna þess hve kapitalisminn á Spáni er skammt á veg kominn. Töluverður hluti *) C. I. Cooper: „Understanding Spain“, s. 92. 108

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.