Réttur


Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 31

Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 31
að segja í innanríkispólitík en út á við, ef til stríðs kemur“. (Madariaga s. 159). Liðsforingjarnir stofnuðu með sér félög, ,,Jun- tas“. „Félög liðsforingja voru skipulögð af mikilli al- úð, agi allur og regla var til fyrirmyndar. Hefði þetta verið í þágu hersins, hefði verið um straum- hvörf að ræða“. (Madariaga s. 269). Liðsforingjafélögin voru áhrifarík meðal stjórn- málamanna og inn undir hjá konungi. Alfons XIII., síðasti konungur Spánverja, var í nánu sambandi við þau. Konungurinn „krafðist þess, að 'geta án íhlutunar ráðherra náð tafarlaust sambandi við yfirhershöfðingjana. Ilerkostnaðurinn var nokkuð, sem venjulegir borgarar ekki máttu minnast á“. (Mad. s. 162). Einræði Primo de Rivera var sett á stofn í sam- ráði við konung með liðsforingjauppreisn. Það er andbyltingasinnað afturhaldið, sem þarf á liðsforingjafélögunum að halda til þess að berja niður bændur og verkamenn. Án efa hefir vöxtur byltingahreyfingarinnar auk- ið á sundurlyndið meðal ótignari liðsforin'gja, sem flestir eru smáborgarar. Enda tóku þó nokkrir liðs- foringjar þátt í baráttu verkamanna í Astúríu í okt. 1934. Að öllu samanlögðu virðast samt liðsfor- ingjafélögin vera styrkar stoðir afturhaldsins. c) Smáborgarar bæjanna hafa mikið að segja á Spáni. Vegna þess hve landið er langt aftur úr, er fjöldi handiðnaðar- og verzlunarmanna tiltölulega meiri en í nágrannalöndunum. Ætla má, að hann sé um ein milljón. Pólitísk þátttaka þeirra er enn þyngri á metaskálunum fyi*ir það, að þeir búa á miðstöðvum pólitíska lífsins — í stórborgunum. Smáborgararnir á Spáni tvístíga, eins og annars- staðar, milli íhaldsins og verkamanna. Kirkjan með 111

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.