Réttur


Réttur - 01.06.1936, Page 34

Réttur - 01.06.1936, Page 34
þröngvað kosti verkamanna. Búnaðarbyltingin er þessvegna verkamönnum mjög í hag. Án efa er spánski verkalýðurinn bæði fórnfús og áræðinn. Það er óvíða, að verkamenn hafi oftar á undanförnum árum tekið sér vopn í hönd, til þess að hrekja kúgarana burt. Aðalástæðan fyrir því, að svo lítill árangur hefir orðið af þessari byltingar- sinnuðu fórnfýsi er sú, að verkalýðurinn hefir ver- ið klofinn í hagsmunabaráttunni og skort hefir á samheldni bænda og verkamanna. Klofning spánska verkalýðsins er með sérstökum hætti. Annarsstaðar í Vestur-Evrópu skiftast verka- menn í tvo flokka, endurbótasinnaðan og byltingar- sinnaðan, kommúnistiskan. Frá upphafi verklýðs- hreyfingarinnar hefir Spánn verið vígi anarko- syndíkalistiskrar hreyfingar, sem enn hefir mikil ítök, svo að verkalýðurinn er þríklofinn þar. Hversvegna hefir Anarko-Syndikalisminn sérstak- lega blómgast á Spáni? Oss virðast aðalástæðurnar vera þessar: 1. Anarko-Syndikalisminn óx upp áður en sócial- istiska hreyfingin náði fótfestu. 1. alþjóðasamband ið átti í hatramlegri en árangurslítilli baráttu við spánska anarkismann). 2. Héraðaskiftingin og sundrung landsins. Þar sem iðnaðurinn var svo skammt á veg kominn og verksmiðjurnar litlar, var mönnum alls ekki eins ljóst og í stóriðnaðarlöndunum, að það þurfti meira til, en að taka einstakar verksmiðjur eignarnámi. 3. Það er augljóst, að „afneitun ríkisvaldsins“ lá beint við í landi, þar sem verkamenn nutu aldrei neins góðs frá ríkisvaldi gósseigenda. Það byggði enga skóla eða sjúkrahús og veitti engar trygging- ar. Hér var ekkert gert af því, sem gat unnið, að minnsta kosti nokkurn hluta verkamanna til fylgis við ríkisvaldið. 4. „Afneitun allra pólitískra flokka“ er skiljanleg 114

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.