Réttur


Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 39

Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 39
manna, bænda og kúgaðra þjóðflokka, sem áður höfðu sáralitla samvinnu, í sömu átt og setja þeim sameiginlegt markmið, eins og fram kemur í stefnu- skrá samfylkingarinnar. Þetta verkar eins og segull á tvístígandi smáborgara. c) . Sósialdemokratiskir verkamenn og töluverður hluti forystunnar hafa gerzt miklu róttækari. Á sín- um tíma kvaðst jafnaðarmannaflokkurinn vera „hlut- laus“ gagnvart stjórn Primo de Rivera og hafnaði með öllu samvinnu við kommúnista. Nú er vinsamleg samvinna með kommúnistum og jafnaðarmönnum og þeir róttækari með Largo Caballero í broddi fylk- ingar aðhyllast alræði öreiganna. d) Frá fornu fari hafa anarkistiskir verkamenn gengið sínar eigin götur og skaðræðisstefna þeirra í verkfallsmálum, sem jafnvel átti stuðningsmenn inn- an kommúnistafl. tapar sífellt fylgi. Bæði anar- kistar og syndikalistar tóku þátt í Astúriubardögun- um, og í kosningunum fylgdi mestur hluti þeirra sam fylkingunni. Úlfúðin, sem áður var milli kommúnista annarsvegar og syndikalista og anarkista hinsveg- ar, er að mestu horfin. e) . Hreyfing iðnaðarverkamanna og hreyfing bænda hafa nú miklu meiri samvinnu en áður. Enda þótt enn séu mjög lausleg tengsl milli verka- manna- og bændafélaga, eru þau þó traustari en nokkru sinni fyr í sögu Spánar og góð byrjun að nánara pólitisku samstarfi. f) . Byltingahreyfingin og þjóðlega hreyfingin berj- ast ekki lengur hvort í sínu lagi. Barátta kúgaðra þjóðerna var talið þeirra einkamál og borgarastétt- inni eftirlátin forustan. Nú er þessi barátta orðin stefnuskráratriði samfylkingarinnar og gefur bylt- ingahreyfingunni aukið bolmagn. Þessir nýju drættir, sem hér hefir verið minnst á, eiga rætur sínar að rekja til almenns kreppuástands 'kapitalismans. Slæm afkoma þjó|ða;rinnar eykur 119

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.