Réttur


Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 47

Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 47
að þræða þær götur, sem glymjandi gjallarhornanna nær ekki til. Samt þykir mér öruggara að troða baðmull í eyrun. Ég hef nú verið hér í tvö ár, og all- an þann tíma aðeins fengið fjögur köst, — heima í Rússlandi fekk ég þau minnst einu sinni vikulega. Áður fyr var mér ómögulegt að minnast á þetta við nokkurn mann, en mér var sagt að ég ætti ekki að byrgja þetta inni með sjálfri mér, það myndi þá naga brjóst mitt æfinlega, og ég held að það sé satt. En nú er nóg komið um mig sjálfa. . . . Við skulum heldur spjalla um vinnubrögðin hér uppfrá“. Við urðum því fegnir að breytt var umtalsefni. „Þessi héraðsdeild fær fjögur þúsund hylki með flugnaeggjum frá Grenage-stofnuninni í Tasjkent. Hjá okkur er 1. maí ekki frídagur, því að einmitt þann dag byrjum við að dreifa út hylkjunum, — í öðrum héröðum eru púpurnar afhentar um það leyti. Niðri í dölunum þróast lirfurnar við sólarhitann ein- an, en hér uppfrá verður oft að kynda undir þeim svo að þær fái nægilegan hita. Og það er ekki fyr en í júní að lirfan fer að spinna utan um sig hjúpinn. Úr tíu grömmum eggja fáum við allt að tuttugu og fjögur kíló af púpum, flest af Bagdad-tegundinni. Þegar búið er að afhenda okkur púpurnar, eru þær hafðar í sterkum hita í einar fimtán mínútur, og þá er púpan orðin hvít og lirfan steindauð. Síðan er púpunum raðað í hillu til þerris, og látnar vera þar þetta frá sex vikum upp í tvo mánuði, og svo eru þær sendar í spunaverksmiðjurnar. Bændur komu áður fyr alla leið frá Afghanistan til að fá eggjahylki, og færðu okkur svo púpurnar. En þær voru mjög smáar, því að þar er svo lítið um mórberjatré. I ár hafa þeir engu skilað, landa- mærunum er lokað. En það gerir ekki hót. Fram- leiðslan eykst, og nú eru ræktaðar hér fjórum sinn- um fleiri púpur en fyrir þremur árum síðan“. ,,Og þú ert þá ánægð, félagi?“ 127

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.