Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 4
helgismál í Genf. Þar reyndist meirihluti þátt-
takenda fylgja 12 mílna reglu, en hún fékk
samt ekki þá % atkvæða sem til þarf, svo
að litið sé á samþykt sem forsendu nýrrar
alþjóðareglu. Ráðstefnan sannaði hins vegar
að 12 mílna reglan hafði fengið svo örugg-
an alþjóðlegan bakhjarl að Islendingar hlutu
að taka ákvörðun um það hvort þeir ættu
að hrökkva eða stökkva. Því lagði Lúðvík
Jósepsson það til fyrir hönd Alþýðubanda-
lagsins í maí 1958 að landhelgin yrði stækk-
ug í 12 mílur. Eftir það hófst mikið tauga-
stríð, og nú urðu stjórnmálaflokkarnir að
sýna í verki hver heilindi byggju bak við
fögur orð.
Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því
21sta maí 1958 að ákvörðun yrði tekin um
stækkun landhelginnar í 12 mílur. I stað-
inn lagði hann til að teknir yrðu upp samn-
ingar við Atlanzhafsbandalagið og einkan-
lega Breta um aðgerðir sem Nató-ríkin gætu
fallizt á. Jafnframt lét Sjálfstæðisflokkurinn
fylgja ljóðræn orð um áhuga sinn á því að
landhelgin yrði „sem stærst”. Þetta var alveg
sama afstaða og sú sem nú birtist, þegar rætt
er um 50 mílur: fögur almenn orð eru hvergi
spöruð, en það má ekki taka ákvörðun, ekki
tiltaka neina dagsetningu.
Afstaða Alþýðuflokksins var mjög hlið-
stæð stefnu Sjálfstæðisflokksins 1958. Einnig
hann lagði til að teknir yrðu upp samningar
við Nató-ríkin, en kvaðst reiðubúinn til að
standa að reglugerð sem gefin yrði út mánuði
síðar, 30asta júní 1958 — þá átti samning-
unum við Breta og aðra semsé að vera lokið.
Einnig Framsóknarflokkurinn varð deigur
þegar á reyndi. Lúðvík Jósepsson hafði stjórn-
lagalega heimild til þess að gefa út nýja reglu-
gerð um stækkun landhelginnar, og þá reglu-
gerð undirritaði hann 21sta maí 1958. Her-
mann Jónsson forsætisráðherra krafðist þess
hins vegar að reglugerðin yrði ekki birt lög-
formlega; yrði það gert kvaðst hann mundu
biðjast lausnar annaðhvort fyrir Lúðvík
Júsepsson sjávarútvegsmálaráðherra einan eða
fyrir allt ráðuneyti sitt. Tók nú við mjög al-
varleg stjórnarkreppa. Lúðvík Jósepsson hélt
fast við ákvörðun sína og kvaðst mundu
birta hina nýju reglugerð 23ja maí, og sama
dag boðaði Hermann Jónsson ríkisráðsfund,
þar sem hann cetlaði að tilkynna stjórnarslit.
Þá fyrst bognaði Alþýðuflokkurinn og féllst
á að ákveða efni nýrrar reglugerðar án noklc-
urra samninga við Atlanzhafsbandalagsríkin.
Hins vegar hélt Sjálfstæðisflokkurinn and-
stöðu sinni til streitu — leiðtogar hans voru
andvígir því að tekin var upp 12 mílna land-
helgi um haustið 1958.
Astæðan til þess að unnt var að tryggja
málinu sigur þrátt fyrir þessar alvarlegu veil-
ur í forustuliði þriggja flokka var sú, að
þjóðin stóð mjög einhuga að baki kröfunni
um 12 mílna fiskveiðilögsögu. Þegar á reyndi
þorðu leiðtogar Alþýðuflokksins ekki að
leggja málstað sinn undir dóm kjósenda.
í ÞÁGU „VOLDUGRA VINAÞJÓÐA11
Hvers vegna voru leiðtogar Sjálfstæðis-
flokksins, Alþýðuflokksins og — að nokkru
— Framsóknarflokksins svona hikandi
1958? Vafalaust hafa þeir allir gert sér grein
fyrir því að það var íslendingum lífsnauðsyn
að stækka landhelgina. En þeir töldu sig ekki
aðeins verða að rækja trúnað við þjóð sína.
Oll önnur Atlanzhafsbandalagsríki lögðust
harkalega gegn því að íslendingar stækkuðu
landhelgina í 12 mílur; kröfum og hómnum
og bænaráköllum rigndi yfir ríkisstjórnina,
og sérstaklega ráðamenn Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðuflokksins töldu sig skuldbundna til
þess að taka tillit til „voldugra vina". Til þess
að fela þá afstöðu var búin til sú kenning að
Alþýðubandalagið hefði í rauninni engan
60