Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 35
byrjað sem flótti frá Bandaríkjum kynþátta-
ofstækis, virtist henni smám saman vera út-
legð frá baráttu svartra bræðra sinna og
systra í Bandaríkjunum. Hún sneri aftur til
að taka þátt í baráttunni.
Við Kaliforníuháskóla í San Diego vann
Angela að doktorsritgerð sinni með leiðsögn
prófessors Marcuse. Þar tók hún einnig mik-
inn þátt í baráttu svarta samfélagsins í Suður-
Kaliforníu, skipulagði samtök um málefni
samfélagsins: atvinnuleysi, ofsóknir lögregl-
unnar, og stofnun þriðjaheimsdeildar við há-
skólann. Hún sá nú að slíkar aðgerðir eru
ekki látnar afskiptalausar í þjóðfélagi kúg-
unar og kynþáttaofstækis. Þegar Los Angeles
lögreglan myrti hinn 18 ára gamla Gregory
Clark, gaf það henni til kynna upphaf atferl-
is sem líktist því sem einkennir fasisma og
lögregluríki. Og þetta varð ein af aðferðum
valdhafanna til að koma í veg fyrir hvers
konar verulegar félagslegar breytingar í átt
til jafnræðis og frelsis.
Seinna sama ár sá Angela tvo aðra vini
sína skotna niður á Los Angeles háskólasvæð-
inu. Þetta voru tímar persónulegrar áhættu
þegar um persónulega þátttöku var að ræða.
Meðvirkni í baráttunni var ekki einungis
„vitsmunaleg" þátttaka, það þýddi hreint og
beint að hætta lífi sínu. Skömmu seinna
gekk Angela í Kommúnistaflokkinn og varð
virkur meðlimur í Che-Lumumba félaginu,
sem er samtök svartra innan Kommúnista-
flokksins í Los Angeles.
Sumir menn lifa í þeim lúxus að „hug-
leiða" einungis, þeir leika sér með hugmynd-
k; aðrir taka tilveru sína alvarlegar, þeir
standa við yfirlýsta sannfæringu sína. Angela
tilheyrir seinni hópnum, hún er einlæg og
stendur fast við yfirlýstar hugsjónir sínar.
Hún var ráðin sem prófessor við Kaliforníu-
háskóla í Los Angeles haustið'1969, og þegar
LBI-njósnari benti á hana sem kommúnista,
svaraði hún fyrirspurn háskólaráðs Kaliforn-
íu-háskóla: „Fyrst vil ég taka fram að fyrir-
spurn þessi er óleyfileg. Þetta grundvallast
á stjórnarskrárlegu frelsi og einnig akadem-
ískri stefnu. ... Samt sem áður, og án þess
að ég dragi úr mótmælum gegn fyrirspurn-
inni, svara ég að ég er núna meðlimur
Kommúnistaflokksins.Sú staðreynd þarf enga
réttlætingu hér, en ég vil að þið vitið að sem
svört kona tel ég aðkallandi þörf á róttækum
lausnum á vandamálum kynþáttalegra og
þjóðernislegra minnihluta í hinum hvítu,
kapitalistisku Bandaríkjum. Eg tel að vera
mín í Kommúnistaflokknum hefur aukið víð-
sýni mitt og möguleika mína á að skynja
slíkar lausnir og að koma þeim í framkvæmd.
Vandamálin, sem ég á við, hafa varað of
lengi og ollið slíkri yfirþyrmandi eyðingu,
að þau þola enga bið eða hálfkák. Það er auð-
vitað að stefna Kommúnistaflokksins hefur,
á meðan ég hef verið meðlimur, verið full-
komlega í samræmi við fyrstu breytingar-
grein stjórnarskrárinnar. Ennfremur hefur
vera mín í Kommúnistaflokknum ekki á
neinn hátt bundið mig við reglur eða afstöðu
sem stýra vinnu minni eða skyldum sem
kennari".
II.
Á yfirstandandi skólaári tók ég þátt í
bekk í heimspeki við Kaliforníuháskóla í
Los Angeles, þar sem við könnuðum m. a.
akademískt frelsi og sérlega til hvers er ætl-
ast af kennurum. Við tókum saman helztu
atriðin í þessu sambandi, og þau fylgja hér:
1. Tilgangur námsstofnunar er að geyma
þekkingu og afla þekkingar vegna hennar
sjálfrar, og að tjá námsmönnum slíka þekk-
ingu. Það er skylda kennara að láta ekki nota
sig eða stofnunina af ríkinu, fyrirtækjum eða
91