Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 19
Leo Jogiches (1867—1919)
Kate Duncker (1871—1953)
Hermann Duncker (1874—1960)
ar „Die Junius-broschure“ (Junius-bæklingurinn)
vegna dulnefnisins, er hún notaði þá. Nýir félagar
bætast í vinahóp Rósu: Hugo Eberlein, Káthe og
Hermann Duncker, Thalheimer, Pieck, Paul Levi og
ekki sist Sonja, kona Karls Liebknechts. En flestir
voru þeir ýmist í fangelsi eða á vigvellinum. Frá
því i janúar til júli 1916 var Rósa frjáls og notaði
tímann til að skrifa I tímarit þeirra „Internationale"
mörg hinna frægu Spartakus-bréfa. 10. júlí 1916 er
hún sett í fangelsi á ný. I dýflissum Þýzkalands
ritar hún bók sína um rússnesku byltinguna „Die
Russische Revolution". Sjálf sleppur hún ekki úr
fangelsi fyrr en byltingin í Þýzkalandi opnar dyr
dýflissunnar 9. nóvember 1918. Tók hún nú for-
ustuna ásamt Karli Liebknecht í byltingarbaráttu
róttækasta hluta verkalýðsins. Kommúnistaflokkur
Þýzkalands var stofnaður i árslok 1918. Rósa og
Karl lögðu til að flokkurinn tæki þátt í þingkosn-
ingunum, en það var fellt. Spartakus-uppreisnin
í janúar 1919 var kæfð I blóði og þau Karl og
Rósa myrt 15. janúar 1919. Síðasta grein hennar
i blaði flokksins „Rote Fahne" 14. janúar 1919 ber
fyrirsögnina „Röð og regla ræður i Berlin", hin
heitasta ákæra á auðvald og krata og lýkur með
þessum orðum: ,,,,Röð og regla ræður I Berlín".
þið heimsku böðlar! Ykkar „regla" er reist á
sandi. Byltingin mun aftur tisa I öllu sínu veldi
og ykkur til skelfingar munu básúnur hennar
drynja:
ég var, ég er, ég mun verða“.
Með Rósu Luxemburg féll i valinn hæfileikamesti
og sjálfstæðasti leiðtoginn, sem sósialistísk verk-
lýðshreyfing Þýzkalands átti í þeirri kynslóð, sú,
sem mesta möguleika hafði til að leiða verkalýð
Þýzkalands til sigurs, ef hún hefði lifað og ráðið
flokki sínum.
Nokkur æviatriði nefndra félaga
Rósu Luxemburg
Hugo Eberlein var prentari að iðn og forustu-
maður í félagi þeirra. Gekk í sósialdemokrataflokk-
inn 1906. Tók upp samvinnu við Karl og Rósu eftir
striðsbyrjun 1914. Tvisvar í fangelsi á stríðstíman-
um og þrisvar sendur á vígvöllinn. I byltingunni í
stjórn Spartacusar, skipulagði dreifingu „Rote
Fahne" (Rauða fánans). Einn af aðalforustumönn-
um þýzka Kommúnistaflokksins, einkum I skipu-
lags- og fjármálum. Varð siðar framúrskarandi
starfsmaður Alþjóðasambands Kommúnista. Var
75