Réttur


Réttur - 01.04.1971, Page 29

Réttur - 01.04.1971, Page 29
áttu að vera fullkomnir reyndust vera mann- legir. Hinum óskeikulu skjátlaðist. Og þeir sem áttu að standa saman, tóku að deila. I stað þess að breyta þjóðfélaginu og skapa þjóðfélag vinnandi stétta, hafa kraft- arnir farið æ meir og meir í það að deyía sárusm broddana á því kerfi sem við búum við, án þess að þora að gera sér vonir um að nokkurn tíma takist að gera nokkuð meira. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í dag beinist ekki að því að breyta þjóðfélaginu. Á síðusm árum hefur hún ekki einu sinni beinzt að því að bæta lífskjörin. Við höfum aðeins barist fyrir því að viðhalda þeim lífskjörum sem við höfum áð- ur fengið. Það er líka áberandi við þessa varnarbaráttu, að hún beinist eingöngu að launakröfum, — þó stundum sé samið um önnur hlunnindi, sem hafa umtalsverða og verulega þýðingu fyrir launafólk s. s. ýmis félagsleg réttindi sem samið er um, þá eru þeir þættir aldrei mikils ráðandi í kröfugerð verkalýðsfélaganna og því oftast lítið umtal- aðir meðal verkafólks. Enda er tekið að gæta verulegrar þreytu í fólki við að fara í verk- föll og áhugaleysis um framkvæmd þeirra. Það er ekki áhugavekjandi að eyða nærri mánuði á ári í verkföll og vita fyrir, að ár- angurinn tapast og meira til á næstu ellefu mánuðum. Hin einföldu sannindi verkamannsins sem ég vitnaði í áðan, eru launþegum í dag, fjar- læg. Þeir þekkja ekki sína arðræningja. Þeir finna ekki burgeisana. Þeir skynja ekki al- þjóðahyggjuna og trúa ekki á kraft og sigur- mátt verkalýðsins. Með þessum skrifum, mætti ætla, að ég teldi verkafólk í dag mikið skilningssljórra heldur en það var; jafnvel heimskara, úr því að það skilur ekki samhengi hlutanna á sama hátt og verkafólk á fyrra helmingi aldarinnar. Að draga þær ályktanir af skrifum mín- um, væri rangt. Það er ekki verkafólkið sem er sljórra heldur kerfið, sem er fullkomnara. Reikn- ingskúnstirnar snjallari og braskararnir klók- ari. Þetta var allt mikið einfaldara, þegar einn maður átti t. d. öll atvinnutæki í heilu byggðarlagi og rak þau fyrir eigin reikning og á eigin ábyrgð. I slíku byggðarlagi lék enginn vafi á, hver var arðræningi og hver arðrændur. En núna eru dagar hins tvöfalda bókhalds. Menn eiga ekkert. Fyrirtækin eiga allt og menn eiga ekki einu sinni fyrirtækin, þeir eiga bara hluta- bréf. Hver á t. d. Eimskipafélagið? Oskabarnið sem blásnauðir verkamenn og bændur lögðu sparifé sitt í, þegar það var stofnað? Hluthafarnir mörgu út um allt land hafa lítið auðgast af þessum kaupum sínum. Hafi þeir lagt í félagið lambsverð, þegar það var stofnað, þá má telja nokkuð víst, að þeir fá ekki meira en lambsverð fyrir bréfin nú. En nokkrir hluthafanna hafa þó komizt furðu vel af, á meðan félagið hefur starfað. Hver á t. d. S.Í.S.? Fyrirtækið, sem átti að tryggja, að kaup- endur fengju vörur sínar á réttlátu og sann- gjörnu verði og að bændur fengju afurðir sínar skilvíslega greiddar á hæzta fáanlega verði. Það er sagt eign bændanna og þeirra sem formlega ganga í kaupfélögin. Ekki hafa ís- lenzkir bændur orðið efnaðir af því að eiga þetta risafyrirtæki. — Og þó. — Nokkrir einstaklingar hafa komizt alveg ágætlega af við það að „þjóna" þessu fyrirtæki og „fórna" því starfskröftum sínum. 85

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.