Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 45
háður þjóðfélagsgerðinni, og þeim mundi ekki vera
þetri greiði gerður en sá, að við hin berjumst ötul-
lega fyrir sósíalískri _ umsköpun. Þetta eiga þeir
sameiginlegt öðrum þjóðfélagsþegnum af alþýðu-
og millistéttum.
O
Alþýðubandalagið og stefna þess nýtur fjölda-
fylgis í landinu. Til vitnis um það eru ekki aðeins
atkvæðatölur i kosningum. Það sést einnig á því
trausti sem almenningur í verkalýðsfélögum ber
til þeirra alþýðubandalagsmanna sem þar hefur
verið falin trúnaðarstörf. I verkalýðshreyfingunni og
Forsendur og tilgangur fjöldafylgis
öðrum hagsmunasamtökum launafólks hefur reynzt
vera hinn bezti jarðvegur fyrir þá kjarabaráttu sem
Alþýðubandalagið hefur hvað eftir annað boðað til
og beitt sér fyrir. Fólk hefur áþreifanlega orðið
vart við það að hagsmunir flokks og hagsmunir
verkalýðs falla saman. Svo þarf lika að vera, ella
væri flokkurinn máttlítill, einnig við boðun lang-
sýnni þjóðfélagshugmynda.
Ég hef hér að framan fjallað um mál sem i fljótu
bragði kunna að virðast loftkennd og svífandi. Svo
má heita um tilvísanir til lausna sem „rúmast innan
núverandi þjóðskipulags" og annarra sem ,,stefna
út fyrir það", svo að ég tilfæri gamalkunnugt orða-
lag. Vitanlega er slikt tal litils virði, nema það sé
tengt samtiðinni, með hagnýtum tillögum eða kröfu-
gerð um mál, sem fólki finnst koma sér við í önn
dagsins.
Flokkurinn þarf því að vera fjöldaflokkur i þeim
skilningi, að hann sé eitt með fjöldanum, almenn-
ingur beri uppi starf hans en þungi þess ekki
lagður á „toppa" eina eða „fúnksjónera". Tillögur
hans og aðgerðir eru þá fyrst og fremst mótaðar I
grunneiningum hans eða í öðrum sambærilegum
Stefnuskrá sem hugmyndaforði
og rammi
félagsskap, þar sem þær raddir fá notið sín sem
allajafna fara lágt en búa raunar yfir miklum styrk.
Þannig næst hugmyndafræðileg eining og sam-
staða á auðveldan hátt, og þannig skapast afl til
stórra átaka, þar sem og þegar þeirra er þörf.
Stefnuskráin nefnir fæstar af þessum hversdags-
legu tillögum eða kröfum, en hún á að geta gefið
hugmyndir til þeirra og verið rammi utan um þær.
Stundum er spurt í einlægni, hvernig það þjóð-
félag muni verða, sem við sósialistar viljum skapa.
Að því spyrja ýmsir óbundnir einstaklingar, sem
finnst stefna okkar forvitnileg, og aðrir sem eins og
ósjálfrátt eru hallir undir ýmsar okkar röksemdir,
en óttast að stiga skrefið til fulls. Sú spurning
verður þá áleitin, hvort sósialiskt þjóðfélag verður
nokkuð þægilegri verustaður en það kapitaliska.
Menn eru til með að viðurkenna, að kapitalísku
Hvernig verustaður
er sósialiskt þjóðfélag?
skipulagi fylgi þessir og þessir gallar, en koma
ekki aðrir annmarkar til sögunnar í sósíalísku skipu-
lagi, annmarkar sem ekki verða frá sósíalísku
skipulagi slitnir? Vegna alþekktra heimssögulegra
dæma geta menn ekki hvað sizt haft i huga ýmis
einræðis- og harðstjórnareinkenni: Verða lögreglu-
njósnarar með nefið niðri i hvers manns koppi?
Verða verkalýðsfélögin steinrunnar stofnanir fjarri
því að vita nokkuð um almannahag? Verður hætt að
segja frá almennum viðburðum i fréttum? Verða
listamenn að binda sig við dægurpólitískan tilgang
i list sinni? Verður gagnrýni á pólitiskar ákvarðanir
stjórnarinnar kæfð niður? Munu fylgja þvi forréttindi
að taka virkan þátt i stjórnmálum? Verður ekki
skipt um forustumenn þjóðmálanna nema með
blóðsúthellingum? Svona geta menn spurt og það
er ekki óeðlilegt.
Flverju eigum við að svara? Að mínu viti verður
svona spurningum ekki svarað með frómum yfir-
lýsingum, þau svör ein sem felast í starfi skipta
nokkru verulegu máli.
Ef flokkurinn og hreyfingin í kringum hann er
aðlaðandi i atferli sinu og hugsunarhætti, verða
markmið okkar það um leið. Viðsýnn og umburðar-
lyndur en um leið einarður flokkur og kraftmikill
gefur góð fyrirheit og fólk öðlast trú á hann. Tal
okkar um þá sjálfsögðu hluti að sósíalisminn tryggi
frelsi til upplýsingamiðlunar og gagnrýni, tjáningar-
og sköpunarfrelsi i listum, verður þvi aðeins trú-
verðugt, að flokkurinn sé nú þegar forustuafl i
menningarmálum, málgögn hans full af áhugaverð-
101