Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 34
I eftirfarandi línum mun ég rekja nokkur
æviatriði Angelu, segja frá kynþáttahatrinu,
hugsjónum um akademískt freisi og hvernig
þær hafa verið virtar einskis við pólitískar
ofsóknir gegn Angelu.
I.
Það voru vissulega kringumstæður baráttu
sem Angela Davis fæddist við fyrir 28 árum.
Hún óx á legg meðal heillar kynslóðar af
svörtu fólki sem hafði séð karlmennina hætta
lífi sínu í annarri heimsálfu í stríði gegn er-
lendum fasisma, aðeins til að koma heim og
verða fyrir árásum einmitt sams konar hugar-
fars. Þeir komu aftur til Suður-Bandaríkjanna
þar sem kynþáttaofsóknir voru „Guðs heilag-
ur sannleikur" og kynþáttamismunun „hinn
ameriski lifnaðarháttur". Það var í þessum
Suðurríkjum sem Angela, eins og svo margt
annað svart fólk, öðlaðist vitund sína. Hún
sá tákn fyrir lög og reglu í mynd manna
eins og George Wallace, og í hinum brenn-
andi krossi gamla Suðursins og rafmagns-
pyntingum hins nýja Suðurs. En hún sá einn-
ig meðal kynslóðar sinnar fyrstu merkin um
endurnýjaða mótspyrnu, og hún tók þátt í
mótspyrnunni, var á mótmælafundum við
stofnanir sem útilokuðu svarta, vann við að
fá fólk til að greiða atkvæði sín í kosningum,
tók þátt í blönduðum starfshópum svartra og
hvítra.
Þetta voru ár ungra vona, og gamals nag-
andi ótta. Angela bjó á „Dýnamit-hæðinni",
þar sem svartar fjölskyldur lifðu í sífelldum
ótta við árásir kynþáttahataranna. „Einhverja
næstu nótt", skrifaði hún, „gæti ég heyrt
hvítu brjálæðingana koma fyrir sprengjum
við húsið. Við erum með á listanum". Og
Angela rnundi ljóslega þetta Birmingham
æsku sinnar, þegar hryllingurinn endurtók sig
1963, en þá létust fjögur svört börn er kirkja
í Birmingham var sprengd í loft upp. Angela
þekkti þessar fjórar stúlkur og fjölskyldur
þeirra, og eins og fólk í Birmingham, vissi
hún hverjir morðingjarniir voru. En enginn
var tekinn fastur.
Angela fór frá Birmingham þegar hún var
fimmtán ára til að stunda nám við mennta-
skóla í New York, á styrk frá Kvekurum.
Þar varð hún að leggja harðar að sér en aðrir,
vegna hinnar lélegu, kynþáttalega aðskildu
menntunar sem hún hafði fengið í Suðiinu.
Hún tók skjótum framförum, svo að við
stúdentspróf var henni veittur styrkur til
náms við Brandeis-háskóla, þar sem hún
lagði stund á franskar bókmenntir.
Þriðja háskólanámsári sínu varði Angela
við Sorbonne-háskóla í París. Þar kynntist
hún stúdentum frá Alsír sem sögðu henni
frá baráttu lands síns til að komast undan
oki franskrar nýlendustefnu. Og oft sá hún
frönsku lögregluna stöðva, leita á og fara
illa með alsírska námsmenn eða aðra „þel-
dökka" sem grunaðir voru um að vera fra
Alsír, — ástæðan var að þjóð þeirra vildi
öðlast sjálfstæði.
Síðasta árið við Brandeis hóf Angela nám
í heimspeki hjá prófessor Herbert Marcuse,
hún einbeitti sér einnig að aðalfaginu og hún
tók B. A. gráðu í frönskum bókmenntum.
I framhaldsnámi lagði Angela nú stund
á heimspeki og hélt áfram námi á þýzkum
ríkisstyrk við Göthe-háskóla í Frankfurt. Þar
tók hún að formúlera viðfangsefni doktors-
ritgerðar sinnar: Frelsið sem heimspekilegt
hugtak hjá Immánuel Kant, og þýðing þess
fyrir frelsisbaráttu svartra manna. Hún tók
einnig þátt í aðgerðum SDS í Þýzkalandi, sem
skipulögðu m. a. mótmæli gegn Víetnam-
stríðinu. Angela ákvað að yfirgefa Þýzka-
land eftir tveggja ára nám. Það sem hafði