Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 53

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 53
ÁRNI BJÖRNSSON: BROBY JOHANSEN Lágmynd frá um 500 e. Kr.: Ræðarar á báti, gotn- eskur steinn frá Sanda. Á sl. hausti, 25. nóvember, átti Rudolf Broby-Johansen sjötugsafmæli. Hann er fæddur í Álaborg og lauk stúdentsprófi frá Haslev 1919, en cand. phil. prófi frá Hafnar- háskóla 1920. Síðan hefur hann lagt ein- stæða og sérstæða stund á lista- og menning- arsögu, eins og bækur hans eru bezt vitni um, en hefur annars látið sér fátt mannlegt óvið- komandi. Á árunum 1920—1935 starfaði hann aðallega sem óháður blaðamaður og flæktist þá um flest lönd Evrópu, en var auk heimalandsins einkum löngdvölum í Noregi og Svíþjóð. Hann skrifaði þá fyrir fjölda blaða, einkum um listir og þjóðfélagsmál. Hann hefur einnig verið ritstjóri nokkurra blaða og tímarita, t.d. Imorgen 1925—27, Skandinavisk Monde 1928—30, Forsfigsscen- en (með öðrum) 1929—30, Frem. Marxistisk Mdnedshefte (með Einar Nielsen) 1932—35, Kunst 1954. Hann gaf út ljóðabókina Blod 1922, en hún var gerð upptæk, bókina Kmist. En Introduktion 1924, Bodsspil 1925, Anton Hansen 1927 (ásamt Tom Kristensen, Sig. Wandel og Ernst Toller), Social Kunst II 1930 (ásamt Erna Watson), Sovjetnnionens Femaarsplan 1931 (ásamt Boserup og Robert Mikkelsen), Kunst og Klasse 1932, Kina klager 1933. Hann var formaður stúdenta- félagsins í Oslo (Studentsamfunnet) 1930. Frá 1935 hefur hann aðallega starfað sem rithöfundur og fyrirlesari og hefur á síðustu áratugum haldið um 100 fyrirlestra árlega um li'tir og menningarsögu, aðallega í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Hann hefur sett saman myndaflokka til kennslu í fornaldar- fræði og listasögu fyrir kvikmyndasafn danska ríkisins. Hann er forstöðumaður sum- arháskólans í Vrá í Vendsyssel, en hefur auk }>ess annazt námskeið í lista- og menningar- sögu við Siljan-skólann í Dölum í Svíþjóð og lýðháskólann í Hróarskeldu. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.