Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 37
gagnrýni á kenningum ýmissa heimspekinga
sem við lásum, og hún var sérlega fús að
ræða við okkur og veita okkur leiðbeiningar
um námsefnið utan eiginlegra kennslustunda.
Síðan hafa verið gerðar rannsóknir og ýms-
ar eftirgrennslanir, og það er einróma álit í
niðurstöðum frá heimspekideildinni, hugvís-
indadeildinni (sem heimspekideildin er hluti
af), og Los Angeles háskólastjórninni, að öll
tilhögun á bekkjum Angelu Davis hafa ver-
ið í fullu samræmi við akademískar kröfur
og kennsluskrá.
III.
19- september 1969 skipaði háskólaráð
Kaliforníuháskóla forseta háskólans að leysa
Angelu Davis frá störfum, af þeirri ástæðu
að hún væri meðlimur í Kommúnistaflokki
Bandaríkjanna. Fyrirskipun þessi var byggð á
reglugerðum háskólaráðs frá 1940 og 1949
um að enginn meðlimur í Kommúnista-
flokknum gæti orð'ð kennari við Kaliforníu-
háskóla. Þetta var einföld ráðstöfun sem al-
ríkisdómstóll gerði ógilda svo að Angela
kenndi áfram, en þarna varð ljós afstaðan
sem er að baki þeim aðgerðum sem síðan
hefur verið beint gegn henni. Frá 19- septem-
ber 1969 hafa valdhafar í Bandaríkjunum
stundað pólitískar ofsóknir gegn Angelu
Davis, og hafa þeir beitt öllurn tiltækum
táðum og stofnunum. I háskólaráði Kali-
forníuháskóla er nú meirihluti íhaldsmanna,
sem samanstendur af starfsmönnum Ronald
Reagan ríkisstjóra og nokkrum þaulsætnum
auðkýfingum. 18 af 24 meðlimum háskóla-
ráðsins voru samþykkir brottvísun Angelu.
„Við gátum ekki unað við að verða kallaðir
kommúnistavinir'', sagði einn af íhalds-
mönnunum í viðtali við blaðamann frá „Los
Angeles Times".
Lífsferill Angelu Davis:
Fædd: 26. janúar, 1944.
1961—63 — Brandeis-háskóli, Waltham,
Massachusetts.
1963— 64 — Sorbonne-háskóli — Certifi-
cat de la littérature Franca-
ise Contemporaine.
1964— 65 — Brandeis, B.A., Franskar bók-
menntir. Magna Cum Laude.
1965— 67 — Johann Wolfgang von Göthe
Universitát, Frankfurt, Þýzka-
landi. Nám undir leiðsögn
Theodor W. Adorno.
September 1967 til desember 1968 — Kali-
forniuháskóli, San Diego; M.S.
í heimspeki.
September 1968 — Tók forpróf fyrir dokt-
orsgráðu i heimspeki.
Október 1968 til júní 1969 — Aðstoðar-
kennarl við Kaliforniuháskóla,
San Diego.
Maí 1969 — Ráðin sem prófessor við Kali-
forniuháskóla í Los Angeles.
Valdhafarnir í Kaliforníu fiskuðu upp
gamla reglugerð í „baráttunni gegn komm-
únismanum" innan Kaliforníuháskóla. Sú
reglugerð hafði verið talin úrelt með nýrri
reglugerð frá 1969, þar sem tekið var fram
af háskólaráði að „Ekkert pólitískt viðmið
skal nokkru sinni tekið til greina við ráðn-
ingu og stighækkun kennara eða annars há-
skólastarfsmanns". Athæfi valdhafanna hlaut
að verða dæmt ólöglegt, því að t. d. hafði
hæstiréttur Bandaríkjanna, í málinu Keyis-
hian gegn Háskólaráði, 385 U.S. 589 (1967),
dæmt ógildar reglugerðir New York rikis
sem gerðu meðlimi Kommúnistaflokksins
óhæfa til ráðningar sem kennara við ríkis-
stofnanir. Þess vegna getum við skilið eftir-
farandi yfirlýsingu sem undirrituð var af 74
lögfræðiprófessorum við lögfræðideildir
93