Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 49
Fangarnir í Lundiinum: Sigfús, Einar, Sigurður.
„Royal Scotchman", er sigldi fyrst upp í Hvalfjörð
og siðan til Skotlands. — Brezkir hermenn hertaka
skrifstofu Þjóðviljans i Austurstræti 12 og neita
afgreiðslumanninum Árna Einarssyni um aðgang.
Hafa síðan á brott með sér mikið af skjölum og
skilríkjum.
28. april: Alþingi mótmælir einróma banni Þjóð-
viljans, handtöku og brottflutningi blaðamanna og
þingmanns. — Jóhannes úr Kötlum tekur sæti Ein-
ars á Alþingi. — Mótmæli koma viða að. — Sósl-
alistaflokkurinn undirbýr útgáfu blaðs.
1. maí: I fyrsta skipti eru kröfugöngur og úti-
fundir bannaðir. Hljóð mótmæli framkvæmd. —
Herfangarnir þrír koma til Gurrock í Skotlandi, fyrst
i fangaklefa, siðan með næturlest frá Glasgow til
Lundúna og þar í safnstað fyrir útlendinga án vega-
bréfsáritunar, gamlan kvennaskóla, er bar nafnið
Royal Patriotic Schools.
7. mai: Þingtíðindi Sósíalistaflokksins á Alþingi
hefja göngu sína, ábyrgðarmaður Isleifur Högna-
son. Brezka herstjórnin skerst ekki i leikinn, þótt
hún hafi óður hótað að banna hvert blað, er kæmi
I stað Þjóðviljans.
Maibyrjun: Eðvarð og Ásgeir er slept úr fangels-
inu á Litla-Hrauni.
10. mai: Versta loftárás Þjóðverja á Lundúni.
Rangarnir horfa á brennandi borgina allt i kring,
ekkert loftvarnarbyrgi var I kvennaskólanum.
6. júní: Fangarnir fluttir í Brixton-fangelsið, inni-
lokaðir i sérklefum 19 tíma á sólarhring. Aðbún-
aður slæmur.
22. júní: Sunnudagur. Sigfús fer í fangelsiskirkj-
una og fær þær fréttir úr prédikunarstólnum að
Hitler hafi nú ráðizt inn i Sovétríkin.
1. júli: Gunnar Benediktsson hefur útgáfu „Nýs
Dagblaðs". Brezka herstjórnin hefst ekki að.
3. ágúst: Allir íslenzku fangarnir í Bretlandi koma
he:m. Alþingi hafði sett skilyrði um frelsi þeirra, er
„samningurinn" við Bandarikin var gerður.
5. desember: Eggert og Hallgrimur látnir lausir
af Litla-Hrauni. Höfðu þeir þá setið i fangelsi á
ellefta mánuð. Höfðu þeir orðið að búa við hneyksl-
anlega og ólöglega aðbúð og Hallgrímur að sæta
innilokun og ströngum aukarefsingum fyrir engar
sakir.
Ösigur Dagsbrúnar, ofbeldi Breta, fangelsun for-
ystumanna, bann á blaði flokksins, — allar urðu
þessar þrengingar, sem Sósíaljstaflokkurinn varð
að þola á árinu 1941 eldskírn hans undir átökin
miklu í ársbyrjun 1942 og sigurinn þá. Sá flokkur,
sem engar ofsóknir þjóðstjórnaráranna 1939—’41
fengu bugað, hafði i hörðum skóla stétta- og þjóð-
frelsisþaráttunnar öðlazt kraftinn og traustið til að
leiða lifskjaraþyltingu alþýðunnar fram til sigurs á
árinu 1942 og tryggja þann sigur með nýsköpun
atvinnulifsins.
105