Réttur


Réttur - 01.04.1971, Qupperneq 60

Réttur - 01.04.1971, Qupperneq 60
hverri snilldarritgerðinni á fætur annarri. Sósíal- isminn hefur kvatt sér hljóðs í íslenzkum bók- menntum utan við Ijóð Þorsteins og Stephans G. og næstu árin bætast efnilegustu höfundar ís- lenzkra bókmennta í brauðryðjendahópinn, hver á fætur öðrum: Auðvaldsskipulag Bandarikjanna hefur gert Hall- dór Laxness að heitum sósíalista og hann helgar ástungugreinar „Alþýðubókarinnar" (nóv. 1929) Al- þýðuflokknum, sem þá er enn sameinaður flokkur íslenzkra sósíalista. Og 1931—32 kemur hann svo með „Sölku Völku", þar sem brösóttur boðberi sósíalistískrar kenningar og hinn fjörmikli fulltrúi alþýðunnar takast á og sameinast i ástum og al- þýðupólitík. Árið 1930 kemur svo höfuðsnillingur smásagn- anna Halldór Stefánsson, fram með fyrstu smásög- ur sínar „I fáum dráttum". Frá apríl til nóvember sama árs yrkir Sigurður Einarsson hvert kvæðið öðru betra, — ádeila á auðvaldsskipulagið, hvatning til alþýðu, — og gefur út undir ögrandi heiti um haustið „Hamar og sigð". Árið 1932 bætist svo í hópinn, síðastur hinna fjögurra stórskálda, er áttu eftir að skara fram úr hver á sínu sviði, Þorbergs og Halldóranna, en sá sem átti eftir að vaxa í sifellu að djúpri hugsun og endurnýjaðri list i næstu fjóra áratugi: Jóhannes úr Kötlum. „Ég læt sem ég sofi" kom út það ár. Byltingartónninn var að taka við af sveitaróman- tíkinni. 1933 birtast í Rétti fyrstu tvö Ijóð Steins Steinarr „Hin hljóðu tár" og „Verkamaður", en fyrsta Ijóða- bók hans kom árið eftir. Formbyltingarskáldið hafði kvatt sér hljóðs á hefðbundinn hátt en i þjóðbylt- ingaranda. Hin nýju skáld bættust í hóp eldri rithöfunda, sem ort höfðu og ritað i anda þjóðfélagsgagnrýni og sósíalisma, en ekki megnað að valda tímamót- um: Kristín Sigfúsdóttir, Gunnar Benediktsson, Theodór Friðriksson og fleiri. Einn efnilegur rót- tækur rithöfundur úr þessum hópi hafði kvatt lífið, er þessi alda var að rísa: Davíð Þorvaldsson, er dó 1932. VOR Timabilið 1934—5 til 1939 einkennist af djarf- huga sókn íslenzkrar alþýðu, vaxandi samfylkingu og einingu hennar og á alþjóðavettvangi ris við- feðm barátta sósíalista og annarra lýðræðisafla gegn fasismanum, en sósíalisminn i Sovétríkjunum sannar efnahagslega yfirburði sina yfir auðvalds- skipulaginu í öngþveiti kreppunnar miklu. Þetta er bakgrunnur rismesta timabils íslenzkra bókmennta. Sjaldan, liklega aldrei, munu á svo skömmum tíma svo mörg ágæt rit hafa séð dags- ins Ijós. Og nú gengur sveit hinna sósialistisku skálda fram sem ein heild og samtímis hefst Krist- inn Andrésson handa að skipuleggja eigi aðeins rithöfundana sjálfa, heldur og útgáfufyrirtæki, er gæti gefið út rit þeirra, ekki sizt ef þeim er út- hýst hjá venjulegum útgefendum. „Félag byltingarsinnaðra rithöfunda" er stofnað 1933—4: Þann 10. október 1933 komu 10 rithöf- undar saman til undirbúnings stofnuninni og fólu þeim Kristni, Steini Steinarr og Ásgeiri Jónssyni undirbúning, en aðalfundur var haldinn 6. marz 1934 með 18 stofnendum og kosin stjórn: Jóhannes úr Kötlum formaður, Kristinn ritari, Halldór Stefáns- son gjaldkeri. „Heimskringla" heitir svo útgáfufélagið, sem vondir kommúnistar stofna bókmenntum byltingar- innar til framdráttar og 5. september 1934 er það skipulagt sem hlutafélag, 2000 kr. hlutafé. Stjórn: Kristinn formaður, Einar Olgeirsson og Eiríkur Bald- vinsson. „Rauðir pennar“ hefja svo göngu sína 1935, rit- stjóri Kristinn E. Andrésson. Útgefandi Heims- kringla. Og árið 1937 hefst svo Kristinn handa með stórvirki íslenzkra bókmennta: Mál og menning, og Rauðir pennar breytast síðar í tímarit þess. Og nú er samfylkt við beztu borgaralega höfunda ís- lenzkra bókmennta, þá sem reiðubúnir eru til bar- áttu gegn menningarfjandsamlegu afturhaldi — og fá á sig kommúnistastimpilinn fyrir. Fyrsta stjórn: Kristinn formaður, Halldór Laxness, Halldór Stef- ánsson, Sigurður Thorlacíus og Eirikur Magnússon, en 1940 tók Sigurður Nordal við af Eiriki, þegar hríðin harðnaði mest. Hinn ytri rammi skipulagningar hinnar nýju bókmenntahreyfingar er til. Og á þessu fimm ára tímabili koma út eftirfarandi bækur hinna rót- tæku rithöfunda: Halldór Laxness: „Sjálfstætt fólk" 1934—35, „Straumrof" 1934, „Ljós heimsins" 1937, „Höll sumarlandsins" 1938 „Hús skáldsins" 1939, „Feg- urð himinsins" 1940. Þar að auki „Dagleið á fjöll- um" og „Gerska æfintýrið". Jóhannes úr Kötlum: „Samt mun ég vaka" 1935, 116
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.