Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 51

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 51
völd sýnt því máli einstakt áhugaleysi og jafnvel litið svo á, að þetta væri sér óvið- komandi og hagkvæmast að leysa það eins og önnur mannúðarmál á Islandi, með samskot- um eða happdrættum, framkvæmdum af fórn- fúsum einstaklingum og félögum. Þeir sem sýnt hafa þessu máli áhuga hafa þó ekkiverið sammála þessu viðhorfi stjórnvalda og því verið hafður í frammi markviss áróður fyrir þátttöku ríkisins. Það hefur einnig gert stjórn- völdum nokkuð erfitt um við að skjóta sér undan, að Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt aðildarríki sín til að verja sem svarar 1% þjóðartekna árlega til þróunaraðstoðar. Þær miklu umræður sem urðu um aðstoð við þróunarlöndin 1965 urðu til þess, að ut- anríkisráðherra skipaði nefnd til að gera um þáð tillögur, á hvern hátt mætti auka aðstoð Islands við þróunarlöndin. Formaður nefnd- arinnar var Olafur Björnsson og tók það hálfan áratug fyrir nefndina að leggja endan- legar tillögur sínar fyrir alþingi. Höfðu til- lögurnar að vísu um tíma lent á vergangi hjá ríkisstjórninni. En aðrir aðilar höfðu ekki skrínlagt málið. Ungt fólk í öllum stjórnmálaflokkum og fleiri félagssamtökum hóf undirskriftasöfnun með áskorun á alþingi að samþykkja löggjöf um þróunaraðstoð; framlialdsskólanemar tóku fulltrúa frá stjórnmálaflokkunum til bæna á hungurvökum og legið var í þing- mönnum frá öllum flokkum að flytja frumv. um þróunarsjóð. Var slíkt frumvarp flutt á tveim þingum, en hlaut aldrei afgreiðslu. Arangur af þeim tillöguflutningi var þó sá, að nefnd utanríkisráðherra sá sig tilneydda að skila áliti. Þá höfðu ungir menn beitt sér, hver í sínum flokki fyrir samþykkt tillagna á flokksþingum um, að hið opinbera veitti þró- unaraðstoð. En hvernig á síðan aðstoð hins opinbera að vera háttað, þegar hún loks sér dagsins ljós? HIN NÝJA LÖGGJÖF: Lög þau um stofnun er annist aðstoð ís- lands við þróunarlöndin, sem samþykkt voru í apríl s. 1. segja raunar ósköp lítið um, hver verði hlutur íslands í aðstoð við þróunarlöndin. Höfuð meinsemd laganna er að ekkert er getið um fjárveitingu hins opin- bera og meirihluti alþingis felldi tillögu þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Jónasar Árnasonar um að stefnt yrði að því að ná 1% markinu, sem S.Þ. krefjast, á næstu 10 árum. Lögin kveða svo á um að alþingi skipi 5 manna stjórn stofnunarinnar ,sem er ætlað það verkefni: að kynna málefni þróunarland- anna, að vinna að auknum menningartengsl- um við þau, að kanna möguleika á auknum viðskiptatengslum og vera ráðgefandi aðili fyrir aðra er sinna þessum málefnum. Þá er stofnuninni heimilt að standa fyrir samskot- um meðal almennings. Af þessu má sjá, að verksvið stofnunarinnar er lítið meira en þeg- ar hefur verið unnið að í sjálfboðavinnu hjá Herferð gegn hungri, nema hvað hér er opin- ber aðili að verki. Allt er síðan bundið við rausn fjárveitingavaldsins. Sú hugsun læðist að, þegar höfð eru í huga viðbrögð stjórnarliðsins við tillögunni um 1 prósentin, að hér fylgi ekki hugur máli. Samþykkt þessara laga sé í augum stjórnar- innar ill nauðsyn til að mæta kröfum æsk- unnar og því er löggjöfinni háttað svo, að sem minnstra aðgerða og fjárkrafa sé að vænta. Það kom og skýrt fram í umræðunum að NATO-þingmennirnir t.d. Friðjón Þórðar- son töldu að við hefðum ekkert efni á að veita öðrum aðstoð, næg verkefni væru fyrir hendi í okkar íslenzka vanþróaða velferðar- ríki. En þessi þróunarstofnun gefur þó vissa möguleika og því er mikið undir því komið að vel takist til um skipun hennar og að strax 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.