Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 26

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 26
róttækum byltingarkenndum breytingum á núverandi kerfi, og þessar róttæku breytingar verða ekki gerðar nemá af fólkinu sjálfu, því sósíalismi er ekki valdboð og tilskipanir ofan- frá. Það verður að gera bandalag við ein- staklinginn í allri hans vídd sem þjóðfélags- legt, sálrænt, mannlegt fyrirbæri. Þannig er stéttarvitund ekki bara hugarfarsbreyting, sem gerist vegna áhrifa frá hlutlægri breyt- ingu á samsetningu efnahagslífsins og þróun framleiðsluþáttanna. Þekking þess er að vísu nauðsynleg. En stéttarvitund er líka hug- læg vitund einstaklingsins. Þannig höfum við vissar þarfir, sem ekki eru bundnar hlutlægri þróun framleiðsluaflanna nema að litlu leiti, en eru hlutar sálarlífsins eða þess sem al- mennt er kallað eðli mannsins. Og þetta er mjög mikilvægt að vita og kunna að beita því í baráttunni. Sú hreyfing sem tekur mið af marxisma verður að skynja hið fánýta, einfalda og Iág- kúrulega daglega líf og tengjast óskum fjöld- ans í öllum þeirra tilbrigðum og fjölbreyti- leika. Aðeins þannig tekst okkur að sameina hið hlutlæga þjóðfélagslega ferli hinni huglægu vitund einstaklinganna og eyða þeirri gjá sem þar er nú á milli. Hvorugt gerum við vel. Okkur hefur enn ekki tekizt að sundurgreina og útskýra þróun framleiðsluháttanna á Islandi þannig að það væri auðskiljanlegt og sannleikanum sam- kvæmt. Hættan er alltaf sú að skjóta fyrir sig kreddunni sem nægjanlega alhæfri útskýr- ingu. Hér eigum við óhemju verk óunnið. En tii þess þarf starf og aftur starf. Á hinn bóginn er hætta í að detta ofan í ófæran forarpytt blóðlausrar hentistefnu ef lepja á upp eftir fólki hvers konar duttlunga sama hvers eðlis þeir eru. Kúnstin er að þekkja hvaða þarfir eru til aukningar stéttarvitundar og öfugt hverjar hindra stéttarvitund. Óuppfylltar þarfir finnum við ætíð í þeim hreyfingum sem eru í þjóðfélaginu á hverj- um tíma. Óþarfi er að tala um raunþarfir eða plat- þarfir — það sem máli skiptir er að miða þær við stéttarvitundina og áhrif þeirra á hana. Nú á tímum sjást merki þrenns konar hreyfinga í þjóðfélaginu. Æsku- og náms- manna, kvenna (rauðsokkur) og verkalýðs. Aðeins þeirri síðastnefndu hefur verið markaður þjóðfélagslegur bás ef svo má að orði komast þ. e. að útskýra stöðu hennar út- frá þjóðfélagslegu framleiðsluferli. Borgaralegir flokkar byggja nokkuð á þarfa uppfyllingu einstaklingsins þ. e. þörf- um sem byggjast á efnahagslegri neyzlu, enda nauðsynlegt hagkerfinu: Sósíalistar þurfa ekki að óttast slíkt orð eins og þarfir, því borgaralegt þjóðfélag er ófært um að uppfylla þarfir fjöldans. Það getur aðeins uppfyllt þær þarfir, sem styðja kerfið. Allar þær þarfir sem byggjast á jafnrétti og sjálf- stjórn og frelsi veikja kerfið. Fáist þær upp- fylltar er kerfið ekki lengur til. V. Hreyfing æskunnar vill: Sjálfstjórn, kyn- ferðisfrelsi, óhindraða skemmtanamöguleika, samlífi með öðru æskufólki og hvers konar tjáningarfrelsi. Æskan vill líka nýtt gildis- mat. Hvernig getum við sannfært hana um að þjóðfélagskerfið í heild hindri það í þessari þarfa uppfyllingu? Rauðsokkuhreyfingin krefst: Jafnréttis gagnvart manninum; efnahagslegs sjálfstæð- is í stað múlbindingar við bleyjuþvott og eldamennsku; kynferðislegs sjálfstæðis; mörg og góð barnaheimili o. fl. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.