Réttur


Réttur - 01.04.1971, Qupperneq 25

Réttur - 01.04.1971, Qupperneq 25
það gerir hana sósíalíska og aðgreinir frá öðrum róttækum stefnum. A þessu veltur allt — á að breyta þjóðfélaginu eða ekki? Er stefnt að sósíalisma? I annan stað er það starfsemin sjálf sem sýnir hvort takmarkið er tekið alvarlega eða ekki. Hér á eftir mun ég gera mér far um að velta þessu hvoru tveggja fyrir mér — og þegar ég tala um hreyfinguna á ég við þann flokk sem hérlendis kennir sig við sósíal- isma — Alþýðubandalagið. I einni almennri og alhæfðri setningu má segja að stefna Alþb. sé sú að vinna mark- visst að því að tryggja drottnun vinnunar yfir fjármagninu — mannsins yfir kerfinu. Þetta er tröllaukið takmark og virðist það vissulega fjarlægjast dag frá degi. En þetta þýðir ekkert svo lengi sem starfsemi og vinnubrögð bera þess ótvíræða vitni að al- vara er á bak við. Því orð kosta ekkert svo lengi sem þau eru bará orð. Nú eru flestir sammála um að félagsstarf- semi Alþb. er lítil, svo pínulítil að utanað- komandi aðilar gæti álitið sem svo, að engin vandamál steðjuðu að íslenzku þjóðfélagi eða sósíalískri hreyfingu. Stöðugár grundvallar- umræður um stefnumótun, ákvarðanatekt og starfsemi flokksins í heild eiga sér ekki stað. Svipmót hreyfingarinnar er ekki lífrænt starf og stöðug frjósöm breyting, heldur ein- kennist starfið um of af nefndarstörfum í stað almennra félagsfunda. Nú er oft látið í veðri vaka — og að- gerðaleysi gjarnan afsakað með því — að tímarnir séu óhagstæðir sósíalískri starfsemi meðal fiöldans. Það sem liggur á bak við svona fullyrðingar er sú staðreynd að hag- kerfi kapítalismans er sögulegt fyrirbæri og á stöðugri hreyfingu. Með nýrri samsetningu framleiðsluþátta, opnun hagkerfisins, síaukinni félagslegri fjár- mögnun einkaframkvæmda tekst ráðandi þjóðfélagsstétt að útvíkka og þróa fram- leiðsluöfl sín verulega. Og það megum við vita að verulegar breytingar verða ekki á þjóðfélagsgerðinni svo lengi sem hagkerfið staðnar ekki, og það staðnar ekki meðan kreppur koma og fara. Kreppur eru ekki endilega hættulegar þjóðskipulaginu heldur er í þeim fólgin viss hreinsun kerfisins, sem á sér stað þegar hag- kerfið breytir um þróunarstig. Hugmynda- fræðilegt forræði borgarastéttarinnar grund- vallast á þróun framleiðsluafla og á eigna- rétti yfir þeim, og aukning eða samdráttur þessa forræðis er háð fyrrnefndri þróun og starfi sósíalista. A meðan flest leikur í lyndi verður bar- áttuaðferð sósíalista að vera stöðug upplýs- ingaþjónusta, viðhald og örvun stéttarvitund- ar launafólks eða hvað sem við köllum það fólk, sem hvorki á eða hefur ráðstöfunarrétt yfir framleiðslutækjum þjóðarinnar. En hvað er það þessi stéttarvitund, sem allir tala svo miög um? IV. Við sögðum að framan að takmark sósíal- ísks flokks væri endanleg drottnun vinnunar yfir fjármagninu. Til þess að slík umbreyting geti átt sér stað þarf fólkið að vilja hana, og því er stéttarvitund nauðsynleg. Sem frumatriði stéttarvitundar má nefna allt það sem andmælir borgaralegu þjóð- skipulagi, dregur það í efa og inniheldur frjóanga félagslegs andófs. Allt það sem hins vegar styrkir og festir borgaralegt þjóðskipu- lag er til hindrunar myndun og viðhaldi stétt- arvitundar. Stéttarvitund er forsenda fyrir 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.