Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 52
verði hafið skipulagt starf. En ijóst er að
veita þarf stjórnvöldum og þeim er í stofn-
uninni sitja fast aðhald, svo eitthvað verði
gert. Þau samtök sem hingað til hafa unnið
að málefnum þróunarlandanna munu enn
hafa næg verkefni, þó breyta þurfi starfs-
háttum og nýta þá möguleika sem þátttaka
hins opinbera gefur. Og áfram verður að
halda uppi baráttunni fyrir því, að Island
veiti 1% þjóðarteknanna til þróunaraðstoð-
ar, eins og skýlaus tilmæli Sameinuðu þjóð-
anna segja fyrir um og siðferðileg skylda Is-
lendinga krefur, sem fyrrverandi nýlenda í
sjö aldir.
En getur aðstoð Islands verið raunhæf i
RAUNHÆF AÐSTOÐ —
NÝ UTANRÍKISSTEFNA:
Hér hefur að ofan verið greint frá, hvernig
aðstoð sú, sem nú hefur verið samþykkt, er
lítið meir en flótti stjórnvalda og skálkaskjól
vegna pressu ungs fólks á þingliðið. Því er
ekki að vænta neinnar raunhæfrar aðstoðar
af núverandi meirihluta þings. Gagnger
breyting verður að verða á allri utanríkis-
stefnu Islendinga til að aðstoð okkar verði
raunhæf.
Bezti stuðningur Islendinga við þróunar-
löndin væri í því fólginn, að Island segði sig
úr Atlantshafsbandalaginu og hætti þar með
stuðningi sínum við Portúgal, sem enn held-
um milljónum manna í helgreipum nýlendu-
kúgunar. Hætti stuðningi við Bandaríkin,
sem reyna að undiroka frelsisbaráttu þjóða
Indó-Kína og líta um allan heim á sig sem
löggæzlusveit gegn nauðsynlegumþjóðfélags-
breytingum, er brjóta í bága við bandaríska
hagsmuni. A alþjóðavettvangi á Island ekki
að skipa sér í raðir nýlendudrottna og arð-
ræningja, heldur veita hinum snauðu þjóðum
styrk í baráttu þeirra fyrir þjóðfélagsréct-
læti og gegn efnahagsyfirdrottnun ríkra
þjóða. Island þarf að taka aukinn þátt í starfi
þeirra alþjóðastofnana er vinna að raunhæf-
um verkefnum í þróunarlöndunum og gerast
þar veitendur, en ekki þiggjendur fjár, sem
fyrst og fremst er ætlað þróunarlöndunum.
Það væri skýlaus stuðningsyfirlýsing með
málstað þeirra er berjast gegn hinni alþjóð-
legu fjármálakúgun Bandaríkjanna um heim
allan, að svipta þá nú þegar hernaðaraðstöðu
þeirra hér á landi, sem er einn liðurinn í hern-
aðarlegri og efnahagslegri yfirdrottnun
bandaríska auðvaldsins, er harðast bitnar á
hinum snauðu þjóðum. Sjálfstæð íslenzk ut-
anríkisstefna er byggði á þessum aðgerðum,
samræmist ein sögulegum skyldum Islend-
inga og raunverulegum vilja alþýðu manna
að veita hinum snauðu lið.
Bein efnahagsaðstoð við þróunarlöndin af
Islands hálfu verður að vera bundin við
verkefnaval í þróunarríkjum, þar sem ekki
drottnar fámenn yfirstétt arðræningja eða
leppstjórn erlends fjármagns. Þvert á móti
verður aðstoð okkar að renna til ríkja þar
sem framfarasinnaðar stjórnir fara með völd
og tryggt er að aðstoðin komi þeim að gagni,
er hennar þurfa með, en ekki í hít auð-
stjórna spilltra yfirstétta. Aðstoð verður einn-
ig að veita til þeirra landsvæða, sem þjóð-
frelsishreyfingar ráða innan nýlendna eins
og t. d. í Mosambique.
Allir þeir sem sinna vilja málefnum þró-
unarlandanna og hvetja til aðstoðar við þau,
verða að gera sér ljóst, hve þróunaraðstoð og
utanríkisstefna eru samofin. Því verður að
knýja á um hvoru tveggja og hefja á ný
skelegga baráttu fyrir alhliða smðningi Is-
lands við þriðja heiminn, þar sem meirihluti
mannkyns býr við hungur, vannæringu, sjúk-
dóma og menntunarskort.
!
108