Réttur


Réttur - 01.04.1971, Page 3

Réttur - 01.04.1971, Page 3
MAGNÚS KJARTANSSON: LANDHELGIS- MÁLIÐ 1958 OG 1971 Liðið er nokkuð á annan áratug síðan land- helgi Islendinga var stækkuð í 12 mílur. Nú líta allir landsmenn á það hafsvæði sem hluta af landinu sjálfu; sá maður er naumast til sem dregur í efa að stækkun landlielginn- ar hafi verið rétt og raunar iífsnauðsynleg ákvörðun. Því er ástæða til að minna á að sú var ekki raunin 1958. Þá voru háðar mjög harðar deilur um næstu aðgerðir í landhelg- ismálinu, og munaði minnstu að vinstri stjórnin sundraðist í þeim ágreiningi. Þessar fornu deilur eru einkar lærdómsríkar vegna þess að þær endurtaka sig á mjög svipaðan hátt þessar vikurnar, þegar ný stækkun fisk- veiðilögsögunnar í 50 mílur er komin á dag- skrá. Viðbrögð stjórnmálaforingja eru hin sömu nú og þau voru 1958; sömu gömlu röksemdirnar eru endurteknar með litlum breytingum. Um landlielgismálið 1958 skrif- aði ég ýtarlega grein í Rétt, 1.—4. hefti 1959, og var hún jafnframt gefin út sér- prentuð (Atökin um landbelgismálið. Hvað gerðist bak við tjöldin?). Þeim sem kunna að hafa hug á að rifja upp þessa sögu vísa ég á þá grein, en hér skal minnt á fáeinar meginstaðreyndir. AÐEÍNS ORÐ — EKKI ÁKVARÐANIR Alþýðubandalagið fór með sjávarútvegs- mál 1958, og því varð það hlutverk Lúð- víks Jósepssonar að hafa forustu um aðgerð- ir í landhelgismálum. Hafði vinstristjórnin heitið því að stækka landhelgina þegar hún var mynduð, og um það stefnuatriði var eng- inn opinber ágreiningur hvorki milli stjórn- málaflokkanna né meðal almennings. Allir voru fúsir til þess að lýsa yfir því með al- mennum skrúðmælum að sjálfsagt væri að stækka fiskveiðilögsöguna. Hins vegar reyndi á einlægnina snemma árs 1958. I marz það ár var haldin alþjóðleg ráðstefna um land- 59

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.