Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 46

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 46
um fróÖleik um þjóðfélagið, óvægin í að grafast fyrir um orsakir meinsemda og ekki lokuð fyrir ábendingum á það sem miður fer í eigin herbúðum. Þetta skiptir höfuðmáli fyrir afstöðu menntamanna til flokksins, en viðtækt fylgi menntamanna við hugsjónir sósíalismans er aftur skilyrði fyrir síend- Svörin felast í starfi, ekki yfirlýsingum urnýjaðri þjóðfélagsrýni á öllum stigum þróunarinn- ar yfir í hið komandi skipulag. Ef þau hagsmuna- samtök sem flokkur okkar hefur undirtökin í eða eru á vegum hreyfingarinnar, eru öðrum fyrir- mynd að baráttugleði og í því að veita hinum al- menna félaga tækifæri til að láta að sér kveða, þá er engin hætta á holum hljómi í þeirri fullyrðingu að sósíalisminn lyfti verkalýðshreyfingunni upp en drepi hana ekki niður. Frumdrættir hins sósíalíska skipulags hljóta að verða til sem eðlilegt áfram- hald á hagsmunabaráttu verkalýðsstéttarinnar og bandamanna hennar, og það er því mikils vert að geta gefið áþreifanlegar tryggingar fyrir því, að baráttusamtökin haldist lifandi og starfhæf. I stuttu máli er þá niðurstaðan þessi: Framtiðar- þjóðfélagið verður hvorki betra né verra en sú hreyfing er, sem berst fyrir því. Þetta er ekki hót- Framtíðarþjóðfélagið = hreyfingin sem berst fyrir því fyndni mín, heldur leiðir þetta að nokkru af sam- hengi sögunnar, enda hefur verið sagt að hver þjóð bui við þá stjórnendur sem hún eigi skilið. En um leið er vert að leggja áherzlu á það, að ör- lagahyggja hvers konar er sósíalismanum framandi. Sósialisminn felur einmitt I sér lausn undan ör- lögum, tækifæri til frelsis. Maður sem ekki trúir því í einlægni að hægt sé að ná tökum á umhverfinu og stýra þróun þess, hann er ekki sósíalisti. Ffreyfing sem lætur yfir- standandi þróun í átt til félagslegrar einangrunar og umkomuleysis einstaklingsins ganga yfir sig mótmæla- og andspyrnulaust, hún er á mörkum þess að geta talizt sósíalísk eða hún er að minnsta kosti afar veikburða. Þjóðfélaginu er iðulega líkt við vél og víst eru tengsl manns við mann I auðvaldsskipulagi æði vélræn og tilfinn'.ngalitil. En það er mesti mis- skilningur að halda að umskiptin frá kapítalisma til sósíalisma sé eins og að skipta um gír. Áður hafi vél:n verið i ,,bakk"-gir, en nú sé sett I fyrsta, annan og þriðja áfram. Sósialisminn er einmitt það skipulag sem viðurkennir, að maðurinn er ekki vél og samfélag manna er ekki vélasamstæða. Maðurinn er EKKI vél Innsýn I þetta skilur okkur frá bókstafstrúarmönn- um. Alltof margir baráttuglaðir sósíalistar eru haldnir þeirri kreddu, að þjóðfélagslögmál sósialismans séu ennþá járnharðari en lögmál þau sem menn verða að lúta við kapítalískar aðstæður. Það gleymist allt of oft að vilji mannsins skiptir höfuð- máli og hann getur unnið bug á öllum fjandsam- legum þjóðfélagslögmálum, sé réttum aðferðum beitt. Það er satt að til að bæta kapitalismann verulega, hrekkur góður vilji ekki til. Þetta má orða svo, að vilji mannsins rúmast ekki, hefur ekki fullt svigrúm innan kapítalismans. En viljasterk samtök geta steypt kapítalismanum af stóli. Sósíalisminn kemur ekki til okkar nema við viljum það og vinnum eitthvað til þess. Og gerum það samtaka, I stórum fylkingum, en ekki einangr- uð, potandi hvert fyrir sig. En I sósialísku skipu- lagi, eftir að það er komið á, verða þjóðfélags- lögmálin ekki harðari við okkur en við sjálf viljum. Sósíalisminn býr i vilja okkar og hugarfari Það sem meira er: vilji okkar getur þá fyllilega markað reglur um hlutdeild I lífsgæðum, um að- stöðu til menningarlífs, um hegðun manns við mann. Það er I þessum skilningi sem fullyrða má, að sósíalisminn búi í okkur sjálfum. Hann býr ekki eingöngu í fræðibókum, formúlum eða stefnuskrám, heldur einnig og miklu fremur I hugarfari okkar og samskiptum hvert við annað. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.