Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 15

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 15
leið og hann sagði, að hann „efaðist um að nokknr þjúð í heiminum byggði afkomu sína á jafn fallvöltum hlut og lifandi fiski synd- andi í sjónum," eins og Islendingar gerðu. ERLEND STÓRIÐJA Ekki höfðu umræður um stóriðju staðið lengi, þegar ljóst varð, að helztu boðberar hennar töldu með öllu útilokað, að Islend- ingar gætu sjálfir átt þau stóriðjufyrirtæki, sem byggja þyrfti í landinu. Þeirra skoðun var sú, að leita yrði til erlendra auðfyrirtækja og fá þau til að taka að sér að byggja og reka stóriðju-fyrirtækin á Islandi. Þessi skoðun forystumanna stjórnarflokk- anna er nú orðin fast mótuð og yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar um þróun atvinnulífsins í landinu á komandi árum. Nú eru lagðar fram miklar fjárhæðir ár- lega til virkjunarrannsókna, sem algjörlega eru miðaðar við stórvirkjanir í því skyni að hægt verði að bjóða erlendum auðfyrirtækj- um lágt raforkuverð til reksturs stóriðju á þeirra vegum. Samningarnir við Swiss Alumínium um álverið í Straumsvík mörkuðu stefnuna i þessum málum. Þar var aðeins um byrjun að ræða, á eftir eiga að koma, jafnvel 20 slík álver, eins og sagt hefur verið og einnig önn- ur erlend stóriðju-fyrirtæki. STEFNA ALÞÝÐUBANDALAGSINS Við Alþýðubandalagsmenn höfum snúizt gegn þessari stefnu ríkisstjórnarinnar um þróun íslenzkra atvinnumála. Við höfum bent á þá hættu, sem af því myndi leiða, að veita erlendum auðhringum slíka drottnunaraðstöðu í atvinnumálum landsins. Alkunna er, hvernig farið hefir í ýmsum löndum, þar sem erlendir auðhringar hafa fengið slíka drottnunaraðstöðu. I flestum ríkjum Mið- og Suður-Ameríku hafa banda- rísk auðfélög náð slíkri aðstöðu, með hræði- legum afleiðingum fyrir efnahagsafkomu og efnahagsstöðu þeirra ríkja. Við Alþýðubandalagsmenn höfum bent á, að íslenzka þjóðin á vissulega aðra og betri möguleika til að tryggja sér batnandi lífs- kjör, en þá, að leggja í hendur erlendum aðilum yfirráðin yfir atvinnumálum sínum. Við höfum lagt áherzlu á að komið yrði npp nýtízku fullvinnslu-iðnaði landsmanna sjálfra, sem hefði það megin verkefni að full- vinna til útflutnings þau hráefni, sem til falla í landinu. I þessum efnum yrði fyrst og fremst um að ræða fullvinnslu sjávaraflans og nokkurra framleiðsluvara landbúnaðarins. A það hefur verið bent, að með fullkom- inni nýtingu fiskaflans mætti tvö- til þre- falda útflutningsverðmæti sjávarútvegsins frá því sem nú er. LÍTILL EFNAHAGSÁGÓÐI AF ERLENDRI STÓRIÐJU En hver er þá hinn marg umtalaði og mikið lofaði efnahagságóði af erlendri stór- iðju? Og hvernig lítur út samanburður á efnahagslegum ávinningi af erlendri stóriðju annarsvegar og eigin framleiðslu landsmanna hins vegar? A s.l. ári — 1970 — nam heildarverð- mæti sjávaraflans nokkuð yfir 10 miljörðum króna. A sama ári nam brúttó-útflutningsverð- mæti álversins í Straumsvík 1.7 miljörðum króna. Þessar tvær upphæðir er þó ekki hægt að bera saman nema með miklum skýringum. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.