Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 22
ÞRÖSTUR ÓLAFSSON:
UM
RÓSU LUXEMBURG
og sitthvað um sósíalska hreyfingu
i.
Hreyfing fer ekki af stað af sjálfsdáðum.
Hún á sér rætur í þjóðfélagslegum andstæð-
um eða hindrun á uppfyllingu þarfa hóps
eða einstaklinga.
Orsakir og tilefni standa ekki alltaf í beinu
rökrænu orsakasambandi. Hins vegar er þessu
öðruvísi farið með þau tákn sem hreyfing
gefur sér eða það svipmót sem er á hreyf-
ingunni.
Táknmyndir Ijóstra oft meiru upp um
innra eðli, þá duldu þrá, sem liggur að
baki ýmsum hreyfingum en ræður og ytra
viðmót þátttakenda.
Þýzka stúdentahreyfingin var að því leiti
trútt afsprengi síns tíma, að hún valdi sér
táknmyndir — eða réttara sagt, hún skóp
sér þessar táknmyndir í rás atburðanna —
eftir þróun hreyfingarinnar á hverjum tíma.
Táknmyndir eru ekki yfirlýsing um kröfur
gagnvart öðrum (eins og kröfuspjöld) heldur
fremur kröfur gagnvart hópnum sjálfum —
hóptjáning á samsömun (Identitát).
Spjöldin með myndum af Ché, Hó, Rósu,
Trotský og Lenín bentu á viss vitundarleg
þróunarstig hreyfingarinnar. Ché og Hó voru
hetjur nútímans. Báðir voru þeir krossberar
baráttu fyrir frelsi og mannlegri reisn.
Ché tendraði logann með eldmóði æsk-
unnar og óþolinmæði ævintýramannsins.
Hann var ímynd hreysti og áræðis og varð
strax tákn hreyfingarinnár og svo lengi sem
tjáning frelsisins hafði ekki verið bæld nið-
ur og fundið takmörk sín í fangelsunum,
barsmíðum og fantaskap lögreglunnar.
Hó hélt eldinum lifandi. Hann táknaði
vizku, reynslu, þolgæði og ódrepandi bar-
áttuþrek. Hann var leiðtogi þjóðar sem skor-
að hafði öflugasta hernaðarveldi heims á
hólm og hafði í fullu tré við það.
Síðan komu Rósa og Karl Liebknecht fram
á sjónarsviðið. Við sem fávísastir vorum
þurftum að spurja af hverjum þessar myndir
voru og af hverju þær væru bornar frekar
en góðkunningjar okkar Ché og Hó.
Rósá var tákn fórnfýsi, óbilgjarnar baráttu
og þjáninga. En hún var líka tákn Berlínar
78