Réttur


Réttur - 01.04.1971, Page 44

Réttur - 01.04.1971, Page 44
um hagsmuni auSmagnsins. Þau fyrrgreindu styrkja samkvæmt starfsháttum sinum og hlutverki lýðræðið í landinu, og vefengja forræði borgarastéttarinnar, einkum hið efnahagslega. Þau siðartöldu eru veigamikill hluti af forræði borgarastéttarinnar í öllum þrem myndum þess, og eru oft á tíðum ná- tengd stofnanaveldinu. Hugmyndafræðilegt forræði borgarastéttarinnar felst einkum I því að koma sér hagstæðu gildismati í önd- vegi hjá öllum almenningi, varðandi neyzlu- venjur, menningu, félagslíf og sambúðar- hætti. Er stefnan hefur verið sett fram svona I hnot- skurn, hefði sennilega farið vel á því að greina næst dálitið ýtarlega stéttaskiptinguna I þjóðfélag- inu og stéttræðið: elnokun þorgarastéttarinnar á lífsskilyrðum verkalýðsins og margra álíka settra hópa. Umræða um stéttabaráttuna og um sam- hengið milli verkalýðshreyfingar og flokkslegu hreyfingarinnar hefði verið hér í eðlilegu áfram- haldi. Hvernig verða stéttamótsagnirnar hagnýttar í hinni daglegu baráttu fyrir sósíalismanum? Um þessi brýnu viðfangsefni mun ég þó ekki fjölyrða að sinni, heldur drepa I staðinn á dálítið annað. Það er nefnilega hægt að skipta þjóðfélag- Stéttskipting og önnur skipting þjóðfélagsþegnanna inu öðru visi en eftir stéttum, starfi eða stöðu. Það er til að mynda hægt að skipta fólki I sjúka og heil- brigða, í börn, fullorðna og gamalmenni, í geggj- aða, vanvita og fólk með fullu viti. Það er um þessar mundir tízka, vissulega ekki ógeðfelld við fyrstu sýn, að hygla afskiptum hóp- um, olnbogabörnunum, og kalla þá flest þjóðfélags- mein bætt, ef þessir fá lífsbjörg. Því verður ekki í móti mælt, að aðbúnaður þjóðfélagsins að ýmsum Umhyggja fyrir afskiptum hópum — skálkaskjól aðgerðaleysis? slikum hópum er manninum sem vitsmunaveru til minni vanza núorðið en löngum var. En varast ber að gera slíkt starf, þótt gott sé og sjálfsagt, að aðal- inntaki þjóðfélagsumbóta. Það hafa einmitt sósíal- demókratar gert, og er Alþýðuflokkurinn íslenzki gott dæmi. Oft verður þá framlag ríkis og sveitar- félaga til þessara mála, stutt af öllum sæmilega inn- rættum mönnum, að sérstöku skálkaskjóli aðgerða- leysis í mikilvægari þjóðfélagsmálum hjá svona fyrrverandi róttækum flokki. Eru til mikilvægari þjóðfélagsmál heldur en þau að bæta kjör blindra manna, einstæðra mæðra, elli- kramarsjúklinga, svo að dæmi séu tekin? £g vil svara því játandi. Þvi er nefnilega svo farið, að kapítalisminn getur leyst lifsbjargarvanda afskiptra hópa (annað mál er, hvort hann gerir það), og auk þess er mannúð Um flokkun tegundanna í grasafræði Linnés ekki á einkaleyfi hjá sósíalistum. En — og það er mergurinn málsins — kapítalisminn leysir vanda vesalinganna á sinn hátt, þ.e.a.s. leysir hann sem markaðs- og neyzluvanda. Það eru settir til hliðar ákveðnir fjármunir til að byggja yfir gamalmenni hér, ungbörn þar, blinda á þriðja staðnum, lamaða á þeim fjórða o. s. frv. Síðan er styrkjakerfi, eða yfirfærslur til heimila eins og það heitir á sérfræð- ingamáli, jafn margbreytilegt og hægt er að skipa styrkþegum í margar deilitegundir. Við stöndum hér í rauninni frammi fyrir grasafræði Linnés en ekki fólki með rétt til að lifa í þjóðfélagi. Aðferðir kapítalismans stía hópnum, sem verið er að hjálpa, frá þjóðfélaginu sem heild, og skera þannig á eðli- leg tengsl milli manna. Þetta er andstætt eðli sósí- alismans, og því er það að flestallt félagsmálastarf á vegum ríkis og sveitarfélaga, eins og það nú er framkvæmt, horfir í rauninni alls ekki í átt til sósí- alisma. Sósíalísk umsköpun þjóðfélagsins alls mundi leysa vanda þess þurfandi fólks, sem hér um ræðir, á miklu fullkomnari hátt. Þess er þó vitanlega ekki að dyljast, að ýmsir einstaklingar eru svo illa á sig komnir að þeir þarfnast stöðugrar umönnunar og gæzlu. Og auðvitað mundi sósial- ískt skipulag ekki auðsýna þeim minni mannúð en kapítalisminn veitir bezta. Hagsmunamál gæzlu- sjúklinga eru i rauninni ekki pólitísk mál, þvi að lausn þeirra snertir ekki valdakerfi eða félagsgerð þjóðfélagsins. En hagur allra annarra þurfaiinga — ef mér leyfist að nota svo úrelt orð — er beinlínis 100

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.