Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 8

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 8
á íslandi, fólks, sem er á látlausu spani eftir fjármunum og svokölluðum lífsþægindum, en er allslaust mitt í allsnægtunum, og að baki hins glæsta yfirborðs sér í auðn og tóm. „Veizla undir grjótvegg" er samfelld bók að efni til og markviss. Þar er fjallað um efni, sem var vissulega tímabært að taka til ræki- legrar meðferðar, þ.e. „sameiginlega þörf landsmanna fyrir hús", nánar til tekið ein- býlishús með heimskulegum íburði. „Þjóðin var samtaka byggingalið, aldrei hafði sköpunarþörf landsmanna fengið svo samstillta útrás." Þessar sögur endurspegla með skýrum hætti mannlega einangrun, sókn eftir efnis- legum gæðum, firringu, yfirdrifna heimilis- og hlutadýrkun, þá fjötra, sem á konunni hvíla og halda henni eins og fanga innan fjögurra veggja, heili hennar numinn burt, hans er ekki þörf, og hjartað vill enginn þiggja. I þessum sögum er konan afskipta- laus um allt annað en hús og heimili, á kafi í bróderíi, kökufargani og öðru heimilisstússi. „hér var maður að kafna, maður æddi um gólf eins og dýr í búri, rak sig á þessi fjögur horn, ætíð þessi sömu 90 gráða horn, ná- kvæmlega útmæld bæði á pappír og í steypu, hornmælar, og sirklar mörkuðu manni rúm". Arið 1969 kom svo þriðja bók Svövu Jakobsdóttur, „Leigjandinn", sem er stutt skáldsaga. Þar greinir frá þrásetu leigjand- ans á heimili Péturs og konu hans, öryggis- leysi þeirra hjóná í ólæstri leiguíbúð, fjár- stuðningi leigjandans, sem gerir þeim kleift að ljúka byggingu einbýlishúss, sem fram að því hefur verið þeim ofviða. Sagan lýsir æ meira samneyti, bandalagi og að lokum sam- runa öryggisleysingjanna þannig, að hvorug- ur stendur á eigin fótum, Pétur eða leigjand- inn, hvorugur getur án annars verið. Leigj- andinn á nefnilega ekki heldur alls kostar við tilveruna, þótt snarborulegur sé á stund- um. Varla er hersingin fyrr flutt í nýja húsið en ókunnur maður og ókennilegur stendur álengdar, röltir um í fjörunni og knýr að lokum dyra. Oll þrjú standa höggdofa og ráð- villt. Þegar konan gengur til dyra upp á von og óvon og horfir gegnum gægjugatið, stirðnar handleggurinn, „hún fann tilfinningu hverfa, liðamót stirðnuðu frá öxl og frám í fingur, unz handleggurinn var steinrunninn allur '. Þar lýkur bókinni. Þarna eru sett fram nokkur sömu eða svipuð stef og í „Veizlu undir grjótvegg", en sögusviðið víðtækara að merkingu og ádeilan grimmilegri, þótt öllu sé í hóf stillt á ytra borði. Þarna er stefið um einangrun og innri tómleika, heimilis- og hlutadýrkun, hégómaskap og ytra prjál, lamað siðferðis- þrek, brostinn viðnámsþrótt og dauðsljótt sinnuleysi um líf og hagi annarra, „þessu húsi var ekki ætlað að þenja út skilningarvitin, hún hafði aldrei ætlað því það hlutverk að leita neitt uppi". Að baki þessu öllu ríkir ofurvald neyzlu- þjóðfélagsins, sem býr til nýjar og nýjar efn- islegar þarfir, gerviþarfir og magnar í sífellu sókniná eftir ytri íburði og óhófi. Hér er konan einangruð og úr öllum tengslum við það, sem gerist utan veggja heimilisins. Henni er fyrirmunað að taka sjálfstæðar ákvarðanir, „fátt vakti henni jafn- fortakslausa undrun og fólk, sem vissi hvað það var að gera". Eiginmaðurinn á sér stað í samfélaginu, fer á hverjum degi til vinnu sinnar og heitir Pétur. Hún heitir ekki neitt auk heldur, að hún hafi fundið lífi sínu nokkurt innihald. Hún fer ekki út fyrir hússins dyr nema í er- indum heimilisins, og öllum ráðum er ráðið án hlutdeildar þessarar nafnlausu konu. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.