Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 1
letbir
54. árgangur
1 97 1 —2. hefti
Kosningarnar 13. júní eru tækifæri fyrir alþýðu til að dæma. Kosningadagur-
inn þarf að verða dómsdagur ríkisstjórnarinnar og flokka hennar.
Ferill ,,viðreisnarstjórnarinnar“ hefur verið ferill þjóðsvika og alþýðukúgun-
ar. Hún hóf hann með undanhaldi og uppgjöf í landhelgismálinu og hélt hon-
um áfram með því að ofurselja íslenzka alþýðu og auðlindir þjóðarinnar í
klær erlends auðvalds til arðráns því og gróða. Hverri viðleitni verkalýðs
og launafólks til að bæta kjör sin hefur hún nú í heilan áratug svarað með
verðbólgu og gengislækkunum. Með Evrópumeti sínu í dýrtíð hefur ríkis-
stjórnin knúið verklýðssamtökin til að svara með heimsmeti í verkföllum, án
þess að geta þó lítið meir en varizt. Allt þetta atferli afturhaldsstjórnarinnar
á rót sína að rekja til hlýðnisafstöðu hennar og undirgefni undir auðvald
ríkisstjórna Atlanzhafsbandalagsins og þá fyrst og fremst Bandaríkjanna.
Afturhaldið stefnir að því að gera island að raunverulegri nýlendu á ný með
erlendum yfirboðurum í Washington og Sviss, kúguðum láglaunalýð og
hálaunuðum feitum þjónum heima fyrir.
Fyrirhuguð er ekki aðeins harðvítug árás á laun almennings eftir kosningar,
þegar hann tekur að hreyfa sig og heimta rétt sinn, — heldur og ránsher-
ferð, til þess að klófesta eigur hans, íbúðir o. s. frv., sem alþýðu manna
hefur tekist að eignast eftir lífskjarabyltinguna 1942—47. í viðbót við launa-
kúgunina á nú að leggja á bjargálna verkamenn slíka skatta og fasteigna-
skatta, að þeir rísi ekki undir, svo gróðalýður, sem stefnt er að að gera skatt-
frjálsan, geti sölsað eignir þeirra undir sig. Afturhaldsstjórnin stefnir að því
að gera gróðalýðinn sem næst skattfrjálsan, — svo sem aðall og klerka-