Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 48

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 48
skamma stund sakir mótmæla almennings og þann- ig mætti lengi rekja. Það var helzt að fangadómar fyrir hið ritaða orð væru framkvæmdir til fullnustu. Gunnar Bene- diktsson sem ritstjóri ,,Nýs Dagblaðs" sat af sér sína 15 daga á ,,Landráðavöllum“ við Skólavörðu- stíg — eins og hann nefnir tugthúsið í ritgerð sinni í Rétti 1942, ritaðri þar, og Magnús Kjartansson hefði setið lengur en tæpa viku, þegar hann var dæmdur, ef ekki hefðu komið til safnanir í sektarfé. En fangelsanirnar út af verkfallsbaráttu Dags- brúnar og dreifibréfsmálinu í janúar 1941 urðu al- varlegri, dómarnir þyngri — og framkvæmdir harkalegri, af þvi að hér var að verki erlend her- stjórn, sem beygði íslenzka ríkisstjórn til að láta að vilja sínum og dæma þá, er börðust fyrir rétti íslendinga gegn erlendum yfirgangsseggjum og útlendu hernámsliði. Og almenningur fékk nú ei þeim vörnum við komið sem ella tíðkuðust, vegna hernáms og blaðbanns, m.a. segja kröfugöngur og útifundir 1. maí voru bannaðir — i eina skiptið i sögu Islands. Frásagnir af atburðum þessum hafa verið skráðir skilmerkilega í bókum Gunnars Magnúss frá þess- um timum, í ..Virkinu í norðri" II. bls. 409—465, og „Árunum, sem aldrei gleymast" (Island og heims- styrjöldin síðari) bls. 267—289 og 295—315. Hér skal því aðeins rakinn annáll með örfáum athuga- semdum, svo Réttur minnist að nokkru þessara sögulegu atburða, er þrjátíu ár eru liðin frá því þeir gerðust. 2. janúar 1941: Dagsbrúnarverkfall hefst. Brezkir hermenn látnir vinna verkfallsbrjótavinnu. 5. ianúar: Haraldur Bjarnason og Helgi Guð- laugsson handteknir af brezka hernámsliðinu fyrir dreifingu flugmiða þar sem skorað er á brezku her- mennina að láta ekki nota sig sem verkfallsbrjóta. 6. janúar: Eðvarð Sigurðsson og Eggert Þor- bjarnarson handteknir af brezka hernámsliðinu vegna forustu í verkfallinu. 9. janúar: Guðbrandur Guðmundsson tekinn fast- ur af brezka hernum. Allir fangarnir voru geymdir í fangelsi Breta á Kirkjusandi og beittir hótunum. 10. janúar: Fangarnir fimm afhentir íslenzkum yfirvöldum. 13. janúar: Ásgeir Pétursson handtekinn i sam- bandi við „dreifibréfsmálið". 14. janúar: Hallgrímur Hallgrimsson handtekinn vegna dreifibréfsmálsins. Eru þá alls sjö verka- menn í gæzluvarðhaldi. Fer nú rannsókn málsins fram. Komu þeir Eggert og Hallgrímur sér saman um að segjast hafa samið dreifibréfið, til þess að reyna þannig að koma í veg fyrir frekari rann- sóknir og aðgerðir gegn flokknum og verkalýðs- hreyfingunni. 4. febrúar: Dómsmálaráðuneytið fyrirskipar máls- höfðun gegn átta mönnum vegna dreifibréfsins, — þeim sjö, er inni sátu og Guðmundi Björnssyni. Ennfremur gegn ritstjórum Þjóðviljans, Einari Ol- geirssyni og Sigfúsi Sigurhjartarsyni, en ÞjóðviIjinn hafði varið verkamennina og deilt hart á bæði brezka hernámsliðið og rikisstjórnina. Ákæran var um brot á 10. kafla hegningarlaganna, er fjallar um landráð. 15. febrúar: Sakadómari i Reykjavik kveður upp dóminn í dreifibréfsmálinu: Eggert og Hallgrímur dæmdir í 18 mánaða fangelsi hvor, Eðvarð og Ás- geir í 4 mánaða fangelsi hvor, allir fjórir sviftir kosningarétti og kjörgengi. Hinir fjórir sýknaðir. Einar og Sigfús dæmdir i 3 mánaða varðhald hvor. Hinir dæmdu áfrýja til hæstaréttar. 17. marz: Hæstiréttur dæmir Eggert og Hallgrím I 15 mánaða fangelsi og missi borgaralegra réttinda, Eðvarð og Ásgeir i 4 mánaða fangelsi. Einar og Sigfús í 3 mánaða varðhald. Egill Sigurgeirsson varði 8 af þeim ákærðu, þar með Einar og Sigfús, en Pétur Magnússon, síðar ráðherra i nýsköpunar- stjórninni, varði Eggert og Asgeir. I varnarræðunni sagði Pétur: Sú stjórn, sem lætur dæma þessa menn, er landráðastjórn. 26. marz: Eggert, Hallgrímur, Eðvarð og Ásgeir fluttir á Litla-Hraun. Neitað um frest á framkvæmd dómsins, svo þeir gætu heimsótt fjölskyldur sínar og gert ráðstafanir viðvikjandi heimilum sínum. — Alþýðan herti á fjársöfnun til fjölskyldna þeirra, sem áður var hafin, og svaraði þannig harðýðgi valdhafanna. — Svo harkaleg var framkoma fang- elsisyfirvalda, að þegar Hallgrimur nokkru síðar var fluttur í röntgendeildina á Landsspitalanum dag einn til rannsóknar (hún var þá í kjallaranum), þá var honum neitað að fá að lita til konu sinnar og nýfæddrar dóttur, sem voru á fæðingardeildinni á efstu hæð Landsspitalans. — Á Litla-Hrauni var aðbúnaður slæmur. 27. apríl: Þjóðviljinn bannaður af brezku her- stjórninni og blaðamenn hans allir þrír: Einar Ol- geirsson, Sigfús Sigurhjartarson og Sigurður Guð- mundsson handteknir af brezka hernum á heimilum þeirra um kvöldið samkvæmt skipun brezka hers- höfðingjans Curtis og fluttir um borð í herskipið 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.