Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 16

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 16
Talið er að 75—80% af útflutningsverði sjávaraflans renni sem beinar, eða óbeina, tekjur í þjóðarbúið, en hins vegar verða hlið stceðar tekjur af álverinu varla yfir 200 milj- ónir króna. TEKJUR ÞJÓÐARBÚSINS AF REKSTRI ÁLVERKSMIÐJUNNAR Það er rétt að athuga nokkru nánar raun- verulegar tekjur þjóðarbúsins af rekstri Al- verksmiðjunnar í Straumsvík. Árið 1970 var fyrsta heila rekstrarár verk- smiðjunnar en jafnframt var svo unnið við frekari stækkun verksmiðjunnar. Þær tekjur af rekstri álversins, sem koma íslenzka þjóðarbúinu við eru þrennskonar: Árið 1970 Milj. kr. I fyrsta lagi launatekjur þeirra Is- lendinga sem vinna við reksturinn um 100 í öðru lagi framleiðslugjald, sem kemur í stað skatta af öllum teg. um 50 Og í þriðja Jagi greiðslur fyrir ýmiskonar þjónustu og viðskipti um 50 Um 200 Greiðslur fyrir raforku er ekki hægt að telja með í jx\ssu tilfelli vegna þess, að þær renna allar út úr landinu jafnóðum ril greiðslu á afborgunum og vöxtum af þeim lánum, sem tekin hafa verið vegna [x-irrar raforkuframleiðslu, sem beinlínis er vegna Alverksmiðjunnar. Eins og sakir standa er um mjög verulegl tap að rceða á raforkusölunni til verksmiðj- unnar og langt er þangað til að liægt er að gera sér vonir um nokkurn þjóðhagslegan hagnað af þeim viðskiptum. Til viðbótar við þær tekjur, sem hér eru taldar frá Alverksmiðjunni eru svo nokkrar tekjur innlendra aðila vegna nýrra stofn- framkvæmda verksmiðjunnar. TEKJUR AF INNLENDUM ATVINNU- REKSTRI SKIPTA ÖLLU MÁLI Ollum má vera ljóst, að tekjur af álverk- smiðjunni skipta ekki miklu máli í saman- burði við tekjur af sjávarútvegi landsmanna. Alverið nœr því ekki að hafa meiri efna- hagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið en t. d. Bœjarútgerð Reykjavíkur, sem oft hefur haft um 400 manns starfandi í sinni þjónustu. Aðeins 2—3% hækkun á meðalútflutn- ingsverði sjávaraflans mundi færa þjóðarbú- inu jafn mikinn þjóðhagslegan ávinning og Alverksmiðjan í Straumsvík á meðan hún er í eigu erlendra aðila. A s. I. ári er talið að meðalverðhœkkun á sjávarafurðum hafi orðið um 22%, en það nemur um 2000 miljónum króna. Eins og nú er ástatt er mest allur sjávarafJi fluttur út hálf- eða ó-unninn. Hraðfrysti fiskurinn, sem hér er framleidd- ur, er unninn erlendis í stórum verksmiðjum og seldur frá þeim sem tilbúinn matur á borðið. Rækju- og humar-afli okkar er að mescu frystur hér, en síðan er unnið úr honum i Noregi, Danmörku og Bretlandi. Fullvinnsla á allri íslenzkri ull og öllum skinnum landbúnaðarins mundi færa þjóð- inni mörg hundruð milljónir króna á liverju ári í auknum tekjum. Deilan um þróun íslenzkra atvinnumála, stendur um það, hvort leggja skuli áherzlu á erlenda stóriðju, eða innlenda iðnvceðingu, um það, bvort landsmenn eigi sjálfir að ráða málum sínum, eða gefa sig á vald gróðasjón- armiðum erlendra auðjöfra. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.