Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 54

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 54
Þekktasta bók Brobys er Hverdagskunst — Verdenskunst 1942, sem mönnum hefur dottið í hug að nefna Heimslist — beimalist á íslenzku. Sagt er, að Broby hafi komið ærið gustmikill með handritið að þeirri bók ril útgefandans, fleygt því á skrifborðið fyrir framan hann og hreytt út úr sér: „Hafi yður enn ekki skilizt, að listin er nákvæmlega jafn mikilvæg fyrir manninn og maturinn, þá er tími til kominn. Skiljið þér það?" Utgef- andinn varð svo gagntekinn af látbragði þessa unga, reiða manns, að hann samþykkti að gcfa bókina út án þess að lesa handritið. Þessi bók hefur nú komið út a.m.k. níu sinn- um í Danmörku í meira en 100 þúsund ein- tökum og verið þýdd á mörg tungumál. Þar er stílsagan í listum sögð á nýstárlegan og oft ögrandi hátt með stöðugri hliðsjón af hinu hversdagslega notagildi hlutanna. Enda þótt menn eins og William Morris og Herbert Read hefðu áður skrifað um tengsl hins þjóð- félagslega hversdagsleika við háþróaðri list, þá mun Broby-Johansen hinn fyrsti í heini- inum, sem skrifar verulega vinsæla og að- gengilega bók um þetta efni, enda hafa kenningar hans rutt sér æ meir til rúms síðan. Onnur merk bók hans er Krop og Klcer. sem kom út í fyrsta sinn 1953 og er í raun- inni listasaga fatatízkunnar frá villimennsku- stigi til velferðarþjóðfélags, séð frá ámóta sjónarhorni og myndlistarsagan. Yísa verður til alfræðibóka, vilji menn menn fá tæmandi yfirlit um önnur helztu verk Brobys. En auk beinna ritstarfa og kennslu hefur hann m.a. fengizt við bóka- skreytingar og fótómontage, skrifað kvik- myndahandrit, annazt dagskrár í danska og sænska sjónvarpinu og þýtt bækur á dönsku, m.a. Lygn streymir Don eftir Sjólókoff og Atlamál hin grænlenzkn. A dögum þýzka hernámsins gaf Broby út einskonar úrval af Dœmisögum Esóps 1944. Eftir stríðið voru svo gefnir út Lyklar að Esóp til skemmtunar og upplýsingar fyrir almennan lesanda. Dæmisögurnar höfðu nefnilega verið valdar með sérstöku tilliti til Jæss, hvernig mætti heimfæra þær upp á samskipti Þýzkalands og Danmerkur. Þetta skildu menn reyndar strax í andspyrnuhreyf- ingunni og vitnuðu oft í sögurnar í blöðum sínum. Arið 1969 gaf hann út fyrsta bindið af verki sínu Dagens Dont gennem drtusind- erne, sem fjallar einkum um það, hvernig vinna hins stritandi verkamanns birtist í myndlist þjóðanna. NOKKRAR MYNDIR OG SKÝRINGAR BROBY: Undanfarið hafa birzt greinar eftir Broby í „Fag- bladet", sem er blað danskra iðnverkamanna, um „listlna og verkamanninn á Norðurlöndum". Þar á meðal birtir hann nokkrar myndir, sem tilheyra Eddu-kvæðum og Islendingasögum, setur þar sínar skýringar um samband við forna vinnusöngva og tilvitnanir, og fara nokkrar þeirra hér á eftir: Frá alda öðli hefur verið sungið við vinnuna og sennilega á fast hljóðfall söngsins rætur sinar að rekja til hrynjandi þess verks sem söngurinn hefur fylgt og átt að örva, hvort sem það var elnsöngur við handkvörnina eða vefstólinn eða samsöngur, eins og söngur smiðanna við steðjann, þreskjar- anna I láfanum eða ræðaranna við árarnar. I fornnorrænum þókmenntum vitnar margt um slíka vinnusöngva. Elztur er líklega Gróttasöngur- inn i Snorra Eddu, skráður i þyrjun 13. aldar, en I raun miklu eldri. Fróði konungur í Danmörku hafði keypt ambáttlr tvær I Svíþjóð, er hétu Fenja og Menja. Þær voru miklar og sterkar. Fróði bað þær snúa kvörninni Grótta, sem Hengikjöptur hafði gefið honum og sú náttúra fylgdi, að það mólst á kvörninni sem sá mælti fyrir, er mól. Fróði bað ambáttirnar maln gull og svo gerðu þær, mólu gull og frið. Þá gaf hann þeim eigi lengri hvíld eða svefn en gaukurinn þagði eða hljóð mætti kveða, og þá var það sem þær I hefndarskyni kváðu Ijóð- ið, sem síðan var nefnt Gróttasöngur, og léttu 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.