Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 59
EINAR OLGEIRSSON:
VORÖLD
RAUÐRAR
REISNAR
Kristinn E. Andrésson hefur nú hætt að
veita Máii og menningu forstöðu.
Þegar Kristinn kveður Mál og menningu eftir
aldarþriðjungs forustu, kvikna i sinni voru margar
hugleiðingar. Ekki aðeins um þennan furðulega
mann, Kristinn E. Andrésson, sem slær öll met,
sem ég þekki til i heimshreyfingu sósialismans
með því að gerast i senn andlegur leiðtogi og
hugsuður rismestu skáldahreyfingar i sögu lands
annars vegar og hinsvegar fjármálalegur frum-
kvöðull bókmenntafélags, útgáfufélags, prent-
smiðjufélags, bókaverzlunar og rekstursaðstöðu
fyrir þessi fyrirtæki öll, — og gerist svo um leið í
hamhleypuskapi andans höfuðsagnaritari þessa
bókmennSatimabils með sögu sinni um timabilið
1918—49* og á máske eftir enn þá meir á þvi sviði.
Heldur og um hið mikla gildi, sem sú skáldakyn-
slóð hafði fyrir sósialistiska verklýðshreyfingu Is-
lands á erfiðasta og harðasta braáttuskeiðinu, —
um timabil þeirrar rauðu bókmenntareisnar, sem
tómir pennar borgarastéttarinnar helzt vilja nú hylja
i gleymskunnar hjúpi.
Þegar holskeflur heimskreppunnar skullu yfir Is-
land eftir 1930, — þegar auðvaldsskipulagið sýndi
sig i sinni sönnu og viðurstyggiiegu mynd, — þeg-
ar atvinnuleysi og sultur svarf að alþýðu og hún
reis upp til baráttu eins og atvinnuleysisbaráttunn-
ar i Reykjavík 1932, til kaupgjaldsbardaganna eins
og Novu- og Dettifoss-slagsins 1933 og 1934, —
þá kom til liðs við aiþýðuna allt, sem bezt var,
djarfast og hugrakkast i íslenzkri skálda- og rit-
höfundasveit. Þegar neyðin var stærst og rang-
lætið hrópaði til himins, þá reis og hugsjónin hæst
og boðskapurinn um frelsisþjóðfélag framtíðarinn-
ar var fluttur af þeim, er vit höfðu til að sjá úr-
ræðin og hugrekki til að fylgja þeim fram, en
hæstum tónum náðu þá skáld hinna rauðu penna
og veittu rísandi baráttu alþýðunnar þá reisn og
tign, er hún hefur hæsta öðlazt.
Skáld sósíalismans á íslandi setja fyrst og fremst
svip sinn á tímabilið 1924 til 1955, en innan þess
tímabils má greina skemmri skeið, hvert með sín-
um einkennum.
AÐDRAGANDINN
Árin 1924 til 1933 eru aðdragandinn að þvi sem
koma skal. Þórbergur ryður brautina með „Bréfum
til Láru" 1924 og síðan „Eldvigslunni" næsta ár og
* Kristinn E. Andrésson: Islenzkar nútimabókmennt-
ir 1918—1948. Mál og menning 1949.
115