Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 31
Það vinnst aldrei sóknarsigur með slíkri
baráttu.
Kerfið sér fyrir því.
Það er þjóðfélagið sjálft sem við verðum
að breyta. — Breyta kerfinu.
Skapa þjóðfélag, sem metur vinnuna og
hinn vinnandi mann að verðleikum.
Þjóðfélag, sem hafnar gróðasjónarmiðum
og spákaupmennsku.
Þjóðfélag, það sem jöfnuður ríkir og mann-
gildið er metið.
Slíkt þjóðfélag getur verkalýðshreyfingin
vissulega skapað. En það verður ekki til með
launabaráttu einni.
Verkalýðshreyfingin er voldugasta þjóðfé-
lagsaflið, ef hún nær að skynja mátt sinn og
skilja stöðu sína. Og fyrst og síðast verður
hún að sjá það, að útilokað er að ná árangri,
ef samtímis er barist gegn kerfinu og það
styrkt.
Um alltof langan tíma hefur það verið
tíðkað að aðgreina verkalýðsmál og stjórn-
mál þ. e. a. s. innan verkalýðshreyfingarinnar.
Aðgreiningin er fólgin í því, að launabar-
átta, þ. e. kauphækkunin er verkalýðsmál en
dýrtíðin, þ. e. kjaraskerðingin eru stjórnmál,
sem eru ekki rædd sem verkalýðsmál. Þá
þykir það einnig höfuðglæpur, ef minnst er
á það, að þeir sem hagnast á núverandi kerfi,
eru Ihaldsmenn og að flokkur þeirra er ein
af helztu máttarstoðum kerfisins. Eða ef þess
er getið að S.Í.S.-valdið hefur sinn aðalstyrk
frá Framsóknarflokknum og gagnkvæmt og
Alþýðuflokkurinn hefur um 10 ára skeið
verið aðili að einhverri verstu ríkisstjórn, sem
vinnandi fólk hefur haft yfir sér. Þetta telja
ýmsir annars ágætir verkalýðssinnar, að komi
verkalýðsmálum hreint ekki við.
En í mínum huga er þetta höfuðatriðið.
„Kerfið" er stjórnmál.
Og aðeins í gegnum stjórnmál getum við
því breytt kerfinu.
Takist okkur að samstilla verkalýÖshreyf-
inguna að hvortveggja í senn, öflugri póli-
tískri baráttu og ákveðinni kjarabaráttu, þá
er sigur öruggur.
Möguleikarnir eru meiri nú en nokkru sinni
fyrr. Við eigum öflugan, samstilltan og vax-
andi verkalýðsflokk sem nýtur vaxandi trausts
verkafólks.
Það er staðreynd en ekki slagorð, að við
getum tryggt kjör okkar betur með atkvæð-
inu heldur en á nokkurn annan hátt.
Um langt skeið hefur verkalýðshreyfingin
sundrazt í kosningum og því eflt andstæð-
inga sína.
í vor er tækifæri til að snúa þessu við. Þá
fær verkalýðshreyfingin gullið tækifæri til að
sameinast og sigra andstæðinga sína.
Urslit kosninganna geta ráðið því hvort
við höldum áfram að elta skottið á okkur
eða hvort okkur tekst að breyta gerð þjóð-
félagsins. — Sigra kerfið.
HEIMSMETIÐ
Samkvæmt útreikningi sænska blaðs-
ins Dagens Nyheter eiga islendingar
heimsmet í verkföllum á áratugnum 1960
—69. Tapaðir vinnudagar á 1000 laun-
þega voru þá á islandi 1556 á ári, Chile
næst með 924, italía 604, Kanada með
466, Bandarikin með 382. Á Norðurlönd-
um er Danmörk næst íslandi, en Sviþjóð
með fæsta.
87