Réttur


Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 43

Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 43
ræðislega sviðinu. Alþýðubandalagið gegnir nú þessu þriþætta hlutverki, hvort sem lög þess segja fyrir um það eða ekki. Vitanlega hlýtur sósialískur Hornsteinn valdakerfisins: Eignarform, ekki þingræðisreglan! verkalýðsflokkur að starfa utan ramma þingræðis- ins að fjölmörgum verkefnum og stefna að þeirri almannaþáttöku, sem er langt handan við allt hugs- anlegt fulltrúalýðræði. Verkalýðshreyfingin er i sjálfu sér utan við þingræðisleg form, og á sósial- isk markmið verða alls ekki lagðar þingræðislegar mælistikur. Þetta er hins vegar óviðkomandi þvi máli, hvort til verður I sósíalisku skipulagi sam- kunda sem heitir Alþingi eða hvort hún verður ekki til. Persónulega finnst mér liklegt að virðing fyrir verðmætum og táknum fortiðarinnar valdi því, að hún verði lengi við lýði. Þjóðfélagshreyfing i átt til sósialisma getur hins vegar ekki verið einokuð af stjórnmálaflokki, hversu víðsýnn og starfshæfur sem hann kann að vera. Flokkurinn verður að sætta sig við það að vera miðstöð baráttunnar og þá um leið keppa að þvi markmiði að vera baráttumiðstöðin. Til hliðar Flokkurinn sem baráttumiðstöð hreyfingarinnar við flokkinn er eðlilegt að séu starfandi alls konar samtök, hópar og lið með meira og minna pólitískt skilgreind markmið. Sum þeirra eigi sér að vísu skamma ævi, en önnur ýmist blossi upp eða hjaðni niður. Þetta er æskilegt ástand ef grózka og vöxtur á að vera í hreyfingunni. En þetta markar nauðsyn þess að stefnuskrá flokksins séu skilgreind og sett fram sem stefnuskrá allsherjar hreyfingar. Ég hef gert tilraun til að setja fram í örstuttu máli lýsingu á forsendum fyrir pólitísku starfi Al- þýðubandalagsins sem flokks í því hlutverki er að ofan greinir. Ætlazt er til, að í þeim orðum felist einnig meginatriði stefnumótunarinnar, að visu á býsna sérteknu eða abstrakt umræðusviði: Stjórnmálastefna Alþýðubandalagsins byggist á viðurkenningu á þeirri staðreynd, að hagkerfið á islandi er kapitalismi, þ.e. vöruframleiðsla fyrir óskipulagðan markað I þágu auðmagns og forsjármanna þess; að hér er við lýði stéttskipt þjóðfélag, þar sem borgarastétt og verkalýðsstétt eru móthverf skaut, og á milli þeirra rikir hagsmunaá- greiningur og óhjákvæmileg barátta. Borg- arastéttin hefur efnahagslegt, pólitískt og Að hnekkja forræði borgarastéttarinnar hugmyndafræðilegt forræði í þjóðfélaginu. Það er hlutverk sósíalsks verkalýðsflokks að hnekkja forræði borgarastéttarinnar I öll- um myndum þess, og í þeirri baráttu fléttast þessir þrír þættir saman á margvíslegan hátt. I efnahagslegu forræði borgarastéttar- innar felst það einkum, að hún í krafti eignbundinna, lögverndaðra eða stofnana- legra yfirráða yfir auðmagni arðrænir verka- lýðsstéttina og aðra framleiðendur, þ.e. millistéttarhópa, í þjóðfélaginu. Arðrán er það, er ósjálfstæður aðili i framleiðsluferli verður að skila drottnandi ytri aðila því gildi er hann framleiðir, öllu eða hluta af þvi. Pólitískt forræði borgarastéttarinnar er stað- fest með því, hvernlg hún rikir innan stjórn- málakerfisins, er hún hefur komið sér upp og þróazt hefur í sögunnar rás — oft með nokkrum einkennum af þe:m árangri, er sósi- aliskar hreyfingar hafa náð. Á Islandi er um að ræða fulltrúalýðræði og stofnanaveldi, en í stofnununum sitja fyrst og fremst fulltrúar borgarastéttarinnar. Stjórnmálaþróunin hefur orðið á þann veg, að stofnanaveldið tak- — á efnahagslegu, stjórnmálalegu og hugmyndafræðilegu sviði markar fulltrúalýðræðið æ meir, og tækni- lega gætu stofnanirnar í æ ríkara mæli stjórnað þjóðfélaginu án aðhalds frá virku fulltrúalýðræði. Við hliðina á stofnunum rík- isvaldsins og öðrum þeim jafngildum stofn- unum, eru ýmis konar hagsmunasamtök. Þau eru I grundvallaratriðum tvenns konar: sam- tök um hagsmuni vinnandi fólks og samtök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.