Réttur - 01.04.1971, Blaðsíða 18
Karl Liebknecht (1871—1919)
Franz Mehring (1846—1919)
Clara Zetkin (1857—1933)
Rósa Luxemburg var fædd 5. marz 1871 i Zam-
osé, borg í nánd við Lublin í Póllandi. Hún var
yngst fimm systkina. Þriðjungur bæjarbúa voru
Gyðingar, Rósa líka. Fimm ára lærði hún að lesa
og skrifa, níu ára þýddi hún þýzk Ijóð á pólsku.
Þrettán ára fer hún á kvennaskóla i Varsjá og er
fimmtán ára gömul orðin virk í sósíalistískum fé-
lagsskap. Árið 1889 verður hún að flýja Pólland
vegna yfirvofandi handtöku fyrir byltingarstarf-
semi og fer til Zurich í Sviss, þar sem hún er við
háskólanám og pólitiska starfsemi til 1898. Þar
kynnist hún Leo Jogiches, sem varð náinn vinur
hennar æfilangt. Hún hóf þegar starf í pólskum
sósíalistasamtökum, kom við sögu á 3. þingi II.
Internationale 1893 og stóð að stofnun Sósíaldemó-
krataflokks Póllands (SDKP) 1893—'94. Tók að rita
mikið í sósialistísk tímarit. Varð doktor I lögum við
háskólann I Zúrich 1897 á ritgerð um iðnaðarþróun
Pólíands. Flutti 1898 til Berlín og hóf baráttu sina
I þýzka sósíaldemókrataflokknum gegn hægri
mönnum. 1904 tók hún þátt í Amsterdam-þingi II.
Internationale og fór þaðan beint í fangelsi í Prúss-
landi fyrir móðgun við keisarann I kosningabar-
áttu. 1899 kom út fyrsta höfuðrit hennar „Sozial-
reform oder Revolution'1 (Þjóðfélagsendurbætur
eða bylting) reikningsskil við afsláttarstefnu Bern-
74
stelns. Rosa varaði verkalýðshreyfinguna við
tveim skerjum, er hætta væri að steyta á: glötun
fjöldahreyfingarinnar og uppgjöf lokatakmarksins.
Höfuðfræðirit Rósu Luxemburg er „Die Akkum-
ulation des Kapitals" („Efling auðmagnsins") þar
sem hún setur fram skoðun sina á heimsvalda-
stefnunni. 1905 fer hún til Rússlands, er uppreisn-
in hófst, starfar I Varsjá, lendir í fangelsi, kemur
1906 til Berlín og ritar nú um reynsluna af upp-
reisninni I bókinni: „Massenstreik, Partei und
Gewerkschaften" (Fjöldaverkföll, flokkur og verk-
lýðsfélög). Rósa er nú orðin einn af vinstri leiðtog-
um Alþjóðasambandsins og höfuðflokks þess,
þýzka sósíaldemokrataflokksins. Á heimsþingi II.
Internationale I Stuttgart 1907 flytur hún með Lenin
tillöguna um að breyta skuli imperialistisku stríði,
ef auðvaldið komi þvi á, I borgarastyrjöld með alls-
herjarverkfalli og uppreisn verkalýðsins. Eftir 1911
harðna átökin innan þýzka flokksins og Rósa
verður ásamt Karli Liebknecht, Franz Mehring og
Klöru Zetkin kjarninn I vinstri hreyfingunni, sem
eftir striðsbyrjun 1914 og svik sósíaldemokratisku
leiðtoganna varð að „Spartakus“-félagsskapnum.
Rósa skrifar í fangelsi (1915—'16) rit sitt um stríð-
ið og svikin: „Die Krise der Sozialdemokratie'1
(„Kreppa sósíaldemokratastefnunnar), almennt kall-
t