Réttur


Réttur - 01.04.1971, Síða 15

Réttur - 01.04.1971, Síða 15
leið og hann sagði, að hann „efaðist um að nokknr þjúð í heiminum byggði afkomu sína á jafn fallvöltum hlut og lifandi fiski synd- andi í sjónum," eins og Islendingar gerðu. ERLEND STÓRIÐJA Ekki höfðu umræður um stóriðju staðið lengi, þegar ljóst varð, að helztu boðberar hennar töldu með öllu útilokað, að Islend- ingar gætu sjálfir átt þau stóriðjufyrirtæki, sem byggja þyrfti í landinu. Þeirra skoðun var sú, að leita yrði til erlendra auðfyrirtækja og fá þau til að taka að sér að byggja og reka stóriðju-fyrirtækin á Islandi. Þessi skoðun forystumanna stjórnarflokk- anna er nú orðin fast mótuð og yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar um þróun atvinnulífsins í landinu á komandi árum. Nú eru lagðar fram miklar fjárhæðir ár- lega til virkjunarrannsókna, sem algjörlega eru miðaðar við stórvirkjanir í því skyni að hægt verði að bjóða erlendum auðfyrirtækj- um lágt raforkuverð til reksturs stóriðju á þeirra vegum. Samningarnir við Swiss Alumínium um álverið í Straumsvík mörkuðu stefnuna i þessum málum. Þar var aðeins um byrjun að ræða, á eftir eiga að koma, jafnvel 20 slík álver, eins og sagt hefur verið og einnig önn- ur erlend stóriðju-fyrirtæki. STEFNA ALÞÝÐUBANDALAGSINS Við Alþýðubandalagsmenn höfum snúizt gegn þessari stefnu ríkisstjórnarinnar um þróun íslenzkra atvinnumála. Við höfum bent á þá hættu, sem af því myndi leiða, að veita erlendum auðhringum slíka drottnunaraðstöðu í atvinnumálum landsins. Alkunna er, hvernig farið hefir í ýmsum löndum, þar sem erlendir auðhringar hafa fengið slíka drottnunaraðstöðu. I flestum ríkjum Mið- og Suður-Ameríku hafa banda- rísk auðfélög náð slíkri aðstöðu, með hræði- legum afleiðingum fyrir efnahagsafkomu og efnahagsstöðu þeirra ríkja. Við Alþýðubandalagsmenn höfum bent á, að íslenzka þjóðin á vissulega aðra og betri möguleika til að tryggja sér batnandi lífs- kjör, en þá, að leggja í hendur erlendum aðilum yfirráðin yfir atvinnumálum sínum. Við höfum lagt áherzlu á að komið yrði npp nýtízku fullvinnslu-iðnaði landsmanna sjálfra, sem hefði það megin verkefni að full- vinna til útflutnings þau hráefni, sem til falla í landinu. I þessum efnum yrði fyrst og fremst um að ræða fullvinnslu sjávaraflans og nokkurra framleiðsluvara landbúnaðarins. A það hefur verið bent, að með fullkom- inni nýtingu fiskaflans mætti tvö- til þre- falda útflutningsverðmæti sjávarútvegsins frá því sem nú er. LÍTILL EFNAHAGSÁGÓÐI AF ERLENDRI STÓRIÐJU En hver er þá hinn marg umtalaði og mikið lofaði efnahagságóði af erlendri stór- iðju? Og hvernig lítur út samanburður á efnahagslegum ávinningi af erlendri stóriðju annarsvegar og eigin framleiðslu landsmanna hins vegar? A s.l. ári — 1970 — nam heildarverð- mæti sjávaraflans nokkuð yfir 10 miljörðum króna. A sama ári nam brúttó-útflutningsverð- mæti álversins í Straumsvík 1.7 miljörðum króna. Þessar tvær upphæðir er þó ekki hægt að bera saman nema með miklum skýringum. 71

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.