Réttur


Réttur - 01.04.1971, Page 60

Réttur - 01.04.1971, Page 60
hverri snilldarritgerðinni á fætur annarri. Sósíal- isminn hefur kvatt sér hljóðs í íslenzkum bók- menntum utan við Ijóð Þorsteins og Stephans G. og næstu árin bætast efnilegustu höfundar ís- lenzkra bókmennta í brauðryðjendahópinn, hver á fætur öðrum: Auðvaldsskipulag Bandarikjanna hefur gert Hall- dór Laxness að heitum sósíalista og hann helgar ástungugreinar „Alþýðubókarinnar" (nóv. 1929) Al- þýðuflokknum, sem þá er enn sameinaður flokkur íslenzkra sósíalista. Og 1931—32 kemur hann svo með „Sölku Völku", þar sem brösóttur boðberi sósíalistískrar kenningar og hinn fjörmikli fulltrúi alþýðunnar takast á og sameinast i ástum og al- þýðupólitík. Árið 1930 kemur svo höfuðsnillingur smásagn- anna Halldór Stefánsson, fram með fyrstu smásög- ur sínar „I fáum dráttum". Frá apríl til nóvember sama árs yrkir Sigurður Einarsson hvert kvæðið öðru betra, — ádeila á auðvaldsskipulagið, hvatning til alþýðu, — og gefur út undir ögrandi heiti um haustið „Hamar og sigð". Árið 1932 bætist svo í hópinn, síðastur hinna fjögurra stórskálda, er áttu eftir að skara fram úr hver á sínu sviði, Þorbergs og Halldóranna, en sá sem átti eftir að vaxa í sifellu að djúpri hugsun og endurnýjaðri list i næstu fjóra áratugi: Jóhannes úr Kötlum. „Ég læt sem ég sofi" kom út það ár. Byltingartónninn var að taka við af sveitaróman- tíkinni. 1933 birtast í Rétti fyrstu tvö Ijóð Steins Steinarr „Hin hljóðu tár" og „Verkamaður", en fyrsta Ijóða- bók hans kom árið eftir. Formbyltingarskáldið hafði kvatt sér hljóðs á hefðbundinn hátt en i þjóðbylt- ingaranda. Hin nýju skáld bættust í hóp eldri rithöfunda, sem ort höfðu og ritað i anda þjóðfélagsgagnrýni og sósíalisma, en ekki megnað að valda tímamót- um: Kristín Sigfúsdóttir, Gunnar Benediktsson, Theodór Friðriksson og fleiri. Einn efnilegur rót- tækur rithöfundur úr þessum hópi hafði kvatt lífið, er þessi alda var að rísa: Davíð Þorvaldsson, er dó 1932. VOR Timabilið 1934—5 til 1939 einkennist af djarf- huga sókn íslenzkrar alþýðu, vaxandi samfylkingu og einingu hennar og á alþjóðavettvangi ris við- feðm barátta sósíalista og annarra lýðræðisafla gegn fasismanum, en sósíalisminn i Sovétríkjunum sannar efnahagslega yfirburði sina yfir auðvalds- skipulaginu í öngþveiti kreppunnar miklu. Þetta er bakgrunnur rismesta timabils íslenzkra bókmennta. Sjaldan, liklega aldrei, munu á svo skömmum tíma svo mörg ágæt rit hafa séð dags- ins Ijós. Og nú gengur sveit hinna sósialistisku skálda fram sem ein heild og samtímis hefst Krist- inn Andrésson handa að skipuleggja eigi aðeins rithöfundana sjálfa, heldur og útgáfufyrirtæki, er gæti gefið út rit þeirra, ekki sizt ef þeim er út- hýst hjá venjulegum útgefendum. „Félag byltingarsinnaðra rithöfunda" er stofnað 1933—4: Þann 10. október 1933 komu 10 rithöf- undar saman til undirbúnings stofnuninni og fólu þeim Kristni, Steini Steinarr og Ásgeiri Jónssyni undirbúning, en aðalfundur var haldinn 6. marz 1934 með 18 stofnendum og kosin stjórn: Jóhannes úr Kötlum formaður, Kristinn ritari, Halldór Stefáns- son gjaldkeri. „Heimskringla" heitir svo útgáfufélagið, sem vondir kommúnistar stofna bókmenntum byltingar- innar til framdráttar og 5. september 1934 er það skipulagt sem hlutafélag, 2000 kr. hlutafé. Stjórn: Kristinn formaður, Einar Olgeirsson og Eiríkur Bald- vinsson. „Rauðir pennar“ hefja svo göngu sína 1935, rit- stjóri Kristinn E. Andrésson. Útgefandi Heims- kringla. Og árið 1937 hefst svo Kristinn handa með stórvirki íslenzkra bókmennta: Mál og menning, og Rauðir pennar breytast síðar í tímarit þess. Og nú er samfylkt við beztu borgaralega höfunda ís- lenzkra bókmennta, þá sem reiðubúnir eru til bar- áttu gegn menningarfjandsamlegu afturhaldi — og fá á sig kommúnistastimpilinn fyrir. Fyrsta stjórn: Kristinn formaður, Halldór Laxness, Halldór Stef- ánsson, Sigurður Thorlacíus og Eirikur Magnússon, en 1940 tók Sigurður Nordal við af Eiriki, þegar hríðin harðnaði mest. Hinn ytri rammi skipulagningar hinnar nýju bókmenntahreyfingar er til. Og á þessu fimm ára tímabili koma út eftirfarandi bækur hinna rót- tæku rithöfunda: Halldór Laxness: „Sjálfstætt fólk" 1934—35, „Straumrof" 1934, „Ljós heimsins" 1937, „Höll sumarlandsins" 1938 „Hús skáldsins" 1939, „Feg- urð himinsins" 1940. Þar að auki „Dagleið á fjöll- um" og „Gerska æfintýrið". Jóhannes úr Kötlum: „Samt mun ég vaka" 1935, 116

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.