Réttur


Réttur - 01.10.1972, Page 3

Réttur - 01.10.1972, Page 3
SIGURJÓN PÉTURSSON: AÐ STJORNA EÐA VERA STJÓRNAÐ J ðití HC. Þegar Alþýðusambandsþing kemur Æafnim á þessu hausti, í fyrsta sinn eftir fjögurra ára starfstíma miðstjórnar, blasa við mjög breytt viðhorf, frá því síðasta þing var háð. Á þessu tímabili hefur verkalýðshreyfingin náð umtalsverðum árangri í réttindabaráttu sinni. Þar má t.d. nefna; styttingu vinnuvik- unnar, lengingu orlofs, leiðréttingu á launa- kjörum, sem er raunverulegri nú en oft áður, og það sem mest er um vert, útrýmingu at- vinnuleysis. Varanleiki þessara kjarabóta virðist einnig ætla að geta orðið meiri en oftast áður. Það, sem sérstaklega bendir til þess eru þær skipu- legu aðgerðir, sem nú eru gerðar til að treysta undirstöðu íslenzks atvinnulífs. Þar ber að sjálfsögðu hæst útfærsla fisk- veiðilögsögunnar í 50 rnílur, sem mun fram- ar öllu öðru tryggja okkur áframhaldandi nýtingu sjávarafla sem undirstöðuatvinnu- grein og sem líklegust er til að tryggja at- 195

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.