Réttur


Réttur - 01.10.1972, Side 5

Réttur - 01.10.1972, Side 5
róma álit allra að miklu hafi verið fórnað í varnarbaráttu. Að vísu verður að taka mið af því að á þessum tíma hefur verkalýðshreyfingin oft- ast glímt við óvinveitt ríkisvald og þurft að eyða miklum kröftum í það eitt að halda sín- um hlut óskertum og jafnvel ekki tekizt það stundum. Það hefur ekki verið venja ríkis- stjórna að leita eftir samstöðu við verkalýðs- hreyfingu um aðgerðir í efnahagsmálum. Þvert á móti. Gengisfellingar og kaupbind- ingar, afnám vísitölu eða skerðing hennar hefur til þessa verið einhliða ákveðið af rík- isvaldinu og verkalýðshreyfingin oftast orðið að sætta sig við skertan hlut. Staðreynd er að til þessa hefur allur almenningur látið stjórn- ast, en ekki reynt að stjórna sjálfur. Af þessum ástæðum dreg ég í efa að verka- lýðshreyfingin sé tilbúin að axla þá ábyrgð að velja beztu leiðir í efnahagsmálum þegar til hennar verður leitað í þeim efnum. Ég dreg það í efa vegna þess að verka- lýðshreyfingin, sem slík, hefur ekki enn mót- að sér neina heildarstefnu í þjóðfélagsmálum. Þarna verður að verða breyting á. Verkalýðshreyfingin á að setja fram kröfur um aðgerðir, sem miða að því að auka launa- jöfnuð í þjóðfélaginu, hvort heldur eru kröf- ur til samningsaðila, eða til ríkisvaldsins. I þeim efnum eru tveir þættir aðkallandi nú. Sá fyrri er vísitalan. VÍSITALAN Eins og vísitala er reiknuð nú, er hún einn helzti hemillinn á launajöfnuði. Hækkun á launum Iáglaunafólks, sem undantekningarlítið vinnur við framleiðslu- atvinnuvegina, er vegna gagnverkana vísi- tölunnar á örskömmum tíma búin að tryggja hálaunafólki tvisvar eða þrisvar sinnum meiri kauphækkun en láglaunafólkið fékk. Eins og vísitölureikningi er háttað nú, þá mælir vísitalan alla neyzlu meðalfjölskyldu, og öll atriði neyzlunnar vega jafn þungt á vísitöluna. Vísitalan reiknast í hlutfalli af launum og bætist því með fleiri krónum á há laun en lág, þannig verða kauphækkanir sem vísitalan bætir til tekjubóta fyrir há- launafólk. Það að vísitalan skuli vega alla þætti meðalneyzlunnar jafn þungt er höfuðgalli hennar. Að benzín skuli vega jafn þungt í hlutfalli við neyzlu og mjólk er í sjálf sér hróplegt misræmi. Að brennivín skuli á sama hátt vega jafn þungt og neyzlufiskur, er fráleitt. Fyrir þá fjölskyldu sem notar laun sín til brýnustu lífsframfærslu er vísitalan því ranglát, af því að hún vegur ekkert þyngra nauðsynlegustu neyzluvörur heldur en miður nauðsynlegar vörur. I sjálfu sér er vísitölukerfið svo fráleitt að uppbyggingu, að það verður að vera krafa verkalýðshreyfingarinnar að breyta því. Að halda dauðahaldi í svona vísitölukerfi og telja röskun þess til höfuðglæpa, þjónar örugglega ekki hagsmunum verkafólks. Það verður að vera krafa verkalýðshreyfingarinn- ar að vísitalan tryggi betur en hún gerir nú, hag þeirra sem aðeins hafa laun fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum og það verður einnig að vera krafa verkalýðshreyfingarinnar að eng- inn fái verðhækkanir margfaldlega bættar því að það eykur aðeins á ójöfnuð í þjóð- félaginu. Þess vegna á verkalýðshreyfingin að beita sér fyrir breytingu á vísitölukerfinu. SAMNEYZLA Annar er sá þáttur, sem verkalýðshreyf- ingin þarf að taka upp öfluga baráttu fyrir. Það er stöðugt vaxandi samneyzla í þjóðfé- laginu. A undanförnum árum hefur einka- neyzla aukizt stöðugt. Þá á ég ekki eingöngu 197

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.