Réttur


Réttur - 01.10.1972, Side 47

Réttur - 01.10.1972, Side 47
Einar Olgeirsson Þorsteinn Erlingsson og þingið í Basel I. FYRIR 60 ÁRUM Veturinn 1912 var að ganga i garð. Suður í Evrópu er Balkanstríðið að byrja. Tyrk- land og bandalag smárikjanna á Balkan höfðu byrjað að berjast í október. Á bak við þau standa Stórveldi Evrópu: Rússland keisarans og Frakk- land bak við bandalagið, Þýzkaland keisarans bak við Tyrkland, hinn „sjúka mann Evrópu," stórveldið, sem einu sinni var. Þetta eru „æfingar" stórveld- anna, undanfari heimsstríðsins, fyrsta ógnarblóð- baðsins, sem auðstéttir Evrópu leiða yfir mann- kynið. — En sósíalístar Evrópu hyggjast hindra auðvald Evrópu í að fremja þennan glæp. Styrkur þeirra er vaxandi. Hinn sósíalíski verkalýðsflokkur Þýzkalands, Sósíaldemókrataflokkurinn, undir for- ustu August Bebels, verður í þingkosningunum 1912 stærsti flokkur Þýzkalands með 29% þjóðar- innar bak við sig. Og meira að segja i sjálfu harðstjórnarríki rússneska zarsins sitja 6 bolsé- vikkar á þingi eftir all sigursælar kosningar. II. Internationale, hið sósíalistíska Alþjóðasamband verkalýðsins, sker upp herör hjá verklýðssambönd- um Evrópu til baráttu gegn striðinu. Það boðar til aukaþings alþjóðasambandsins I Basel I Sviss 24. nóvember 1912. Norður á íslandi fylgist fyrst og fremst einn maður af athygli og brennandi áhuga með aðgerð- um þessum. Reykjavík er nýorðin tólf þúsund manna borg, — hún er i kvosinni kringum Tjörnina og sést af Skólavörðuhæðinni, er menn koma gangandi að sunnan. Úr litlu, hvítu húsi í Þing- holtunum horfir Þorsteinn Erlingsson sem úr Hlið- skjálf á þennan heim, sem alþjóðleg verkalýðs- hreyfing er að reyna að vernda frá voða og um- skapa i annan betri. Hann vill gera íslenzkan verka- lýð hlutgengan í því stórvirki. En það gengur hægt. — Islenzkur verkalýður á sér ekkert blað, en nokk- ur samtök, sem af veikum mætti heyja hagsmuna- baráttu, bjóða stundum fram bæjarstjórnarlista,*) en hafa enn ekki skapað sér flokk. Það eru liðin sex ár, síðan Þorsteinn Erlingsson *) Verkamannafélagið Dagsbrún hafði staðið að bæjarstjórnarlista í janúar 1910 og komið Pétri G. Guðmundssyni I bæjarstjórn Reykjavíkur og boðið sjálft fram lista í janúar 1912 og komið Þorvarði Þorvarðssyni sem fulltrúa sínum í bæjarstjórnina. 239 L

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.